ZOOM fundur

Kæru bræður, gleðilegt nýtt ár.

Kæru bræður, gleðilegt nýtt ár.

Þann 09. desember s.l. héldu Akurs­bræður sinn fyrst Zoom fund, 56 bræður mættu til fundarins. Á þessum fundi fór Stm yfir eitt og annað beindi spurn­ingum til bræðra, fór yfir stöðuna eins og hún blasti við þá stundin. Þá var orðið gefið laust og viðtóku hinar ánægju­legustu umræður. Svo vel tókst þessi fundur að ákeðið var að halda þessu áfram á nýju ári.

Nú var komið að Zoom fundi 2. 38 bræður mættu til fundarins sem líkt og sá fyrri var ánægju­legur og gefandi. Búið var að skipa nefnd sem gerir tillögu að dagskrá hvers fundar fyrir sig. Nefndin ásamt Stm. ákvað að nálgast þessa fundi á þeim forsendum að bræðurnir kynnist hver örðum betur og á annan hátt en í hefðbundnu frímúr­ara­starfi. Á þessum fundi voru bræðurnir Jóhannes Finnur Halldórsson og Sigmundur Garðar Sigurðsson með erindi og frásögn úr sínu daglega lífi. Jóhannes fjallaði um hvað hann er að fást við eftir að hefðbundnum starfs­ferli lauk. Sigmundur fjallaði um ferð sem hann fór til Perú fyrir nokkrum árum. Mjög ólík viðfangsefni og bæði voru þau fræðandi og gefandi í senn. Strax að þessum fundi loknum hófst undir­bún­ingur fyrir næsta fund sem áætlað er að verði mánudaginn 01. feb. n.k. og verður hann auglýstur þegar nær dregur.

Við Akurs­bræður höfum þann ágæta sið, líkt og margar aðrar stúkur, að vera með svokallaða kirkjuferð þar sem við höfum fengið að taka þátt í guðsþjónustu, ávallt hefur sú ferð verið í janúar. Ekkert verður að slíkri ferð þennan janúar­mánuð. Að höfu samráði við sóknar­prestinn er nú unnið að því taka upp guðþjónustu með þátttöku Akurs­bræðra sem verður svo send út einhvern álitlegan sunnudag innan tíðar.

M.br.kv.
Sæmundur Víglundsson

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?