Frímúrarareglan á Íslandi er bræðralag sem hefur mannrækt að markmiði

Hvað er Reglan?

Fyrsta frímúrarastúkan á Íslandi var stofnuð 1919. Reglan inniheldur í dag þverskurð af þjóðfélaginu.

Nánar
Er Reglan fyrir mig?

Innan Frímúrarareglunnar rúmast allir góðir karlmenn sem leitast við að efla umburðalyndi, góðvild og náungakærleik.

Hvernig geng ég inn?
Upplýsingar

Allar helstu upplýsingar um Frímúrararegluna, myndir og 
tengilið við fjölmiðla.

Nánar
Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi

Viðtal við Kristján Þórðarson, Stórmeistara Frímúrarareglunnar á Íslandi.

Viðtal

Á annað þúsund gestir

27. ágúst 2024

Á menningarnótt efndi Frímúrarareglan til opins húss í regluheimilinu við Bríetartún. Var það gert í tilefni þess að 100 ár eru nú liðin frá því að bókasafn Reglunnar tók til starfa. Í tengslum við opnunina var sett upp sýning sem ber yfirskriftina Frímúrarareglan – söfn og saga.

Hnausþykkt og spennandi blað

15. ágúst 2024

Fyrra tölublað Frímúrarans, tímarits Reglunnar, fyrir árið 2024 er komið út og er dreifing á blaðinu nú hafin til bræðra vítt og breitt um landið. Eins er blaðið nú aðgengilegt hér á vefnum. Í þessu blaði kennir ýmissa grasa og er rætt við frímúrarabræður úr ýmsum áttum. Þá er fjallað um margt af því sem bar á góma á liðnu starfsári, ekki síst Regluhátíð og Stórhátíð sem marka ætíð stóran sess í starfinu.

Opið hús á Menningarnótt

13. ágúst 2024

Frímúrarareglan hyggst opna húsakynni sín í Reykjavík fyrir gestum og gangandi laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Það er sama dag og Menningarnótt er haldin hátíðleg í höfuðborginni. Efnt er til þessa opna húss undir yfirskriftinni Frímúrarareglan söfn og saga. Þannig munu söfn Reglunnar taka höndum saman og sýna ýmsa merka og athyglisverða muni, bækur, myndir, skjöl og listaverk sem glatt geta augað og vakið um leið áhuga á merkri sögu reglustarfsins hér á landi.

Frímúrarinn í nýjum búningi

23. desember 2023

Nýtt tölublað Frímúrarans er komið út og hefur verið sent á alla bræður innan Reglunnar. Er þetta þriðja tölublað ársins en alla jafna koma út tvö blöð á ári. Frímúrarinn kemur nú út í nokkuð breyttri mynd frá því sem verið hefur. Hafa talsverðar útlitsbreytingar verið gerðar á blaðinu og áhersla í efnistökum hefur einnig tekið nokkrum breytingum. Blaðið er aðgengilegt hér á vef Reglunnar.

Frímúrarasjóðurinn styrkir Hjálparstarf Kirkjunnar

19. desember 2023

Frímúrarareglunnar á Íslandi, Kristján Þórðarson, samþykkti tillögu stjórnar Frímúrarasjóðsin um að veita Hjálparstarfi Kirkjunnar fjárstuðning núna fyrir jólin, enda þörfin mikil. Styrkurinn var afhendur framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins, Bjarna Gíslasyni.

Opinn kynningarfundur á Akureyri

1. mars 2023

Mánudaginn 27. mars 2023, kl. 19:30, verður haldinn opinn kynningarfundur, fyrir bræður að taka með sér áhugasama gesti til að kynna sér starfið.

Nýtt tölublað Frímúrarans er komið út

28. febrúar 2023

Tímarit Frímúrarareglunnar á Íslandi, Frímúrarinn, hefur nú gefið út nýtt tölublað og telur nú á 19. árgang. Blaðið er aðgengilegt öllum hér á vef Reglunnar.

Miðasala á Jólatrésskemmtun 2022 er hafin

14. desember 2022

Jólatrésskemmtanir Frímúrarareglunnar í Reykjavík verða haldnar dagana 28., 29. og 30. desember, frá klukkan 15 til 18.

Frímúrarasjóðurinn veitir styrki

9. desember 2022

Frímúrarasjóðurinn veitti nú í desember styrki til Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Íslandi að upphæð samtals fimm milljónir króna.