Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

Zoom fundur kl. 20.00 á þriðjudag 3. nóvember

Kæru bræður,

þar sem við getum ekki komið saman í stúku­húsinu okkar Ljósatröð þriðju­daginn 3. nóvember til að fagna 57 ára afmæli okkar góðu stúku með H&V eins og til stóð þá höfum við ákveðið að efna til Zoom fundar á netinu með hátíð­legum brag.

Innskráning á fundinn verður í gegnum innri vef Reglunnar.  Á fundadegi fá bræðrum senda með tölvu­pósti slóð til að komast inn á hátíð­ar­fundinn í gegnum Zoom.

Við fögnum öllum bræðrum úr öðrum stúkum sem vilja vera með okkur á fundinum og biðjum þá einnig að skrá sig.

Þar sem einhverjir bræður hafa ekki notað zoom eða annað fjarfund­ar­kerfi þá efnum við til æfingar kl. 11.00 – 12.00 laugar­daginn 31. október og komum saman í Bragakaffi á zoom.  Hamars­bræðrum verður send slóðin á laugar­dags­morgni ásamt leiðbein­ingum um innskráningu.  Gefin verða upp símanúmer bræðra sem geta aðstoðað bræður við að opna Zoom.

Það verður ánægjulegt að sjá sem flesta á fundinum kl. 20.00 á þriðjudag 3. nóvember.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?