Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Vorhefti Frímúr­arans er komið út

17. árgangur

Vorhefti Frímúr­arans árið 2021

Frímúr­arinn, fréttablað Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, vorhefti 2021, er komið út og ætti nú að hafa borist bræðrum. Efni blaðsins markast vissulega allmikið af þeim tímum sem við lifum nú en hillir vonandi undir enda á.

Meðal efnis í blaðinu er afar fróðleg grein um Spænsku veikina 1919, sem sýnir okkur kannski að við lifum ekki á alveg fordæma­lausum tímum. Stórverkefni rannsókn­ar­stúk­unnar Snorra eru gerð skil með viðtali við sr. Geir Waage í Reykholti. Þrír bræður sem hafa þá sérstöðu að hafa glímt við líkamlega fötlun þegar þeir gengu í regluna segja frá upplifun sinni og reynslu. Br. Hjörleifur Valsson fiðlu­leikari segir frá frímúr­ara­starfi sínu beggja vegna Atlants­hafsins, á Íslandi og í Noregi. Fjölbreytt annað efni og fréttir af starfinu er að finna í vorheftinu sem bræður eru hvattir til að kynna sér.

Hægt er að nálgast blaðið á vef Reglunnar með því að smella hér.

Aðrar fréttir

Útför Jóns Sigurðssonar
Fjhst. fundur St. Jóh. Eddu
Aukafundur á ungbræðrastigi
Vetrarstarfið hefst

Innskráning

Hver er mín R.kt.?