Vorferð Hamars­bræðra og systra til Stykk­is­hólms

Vorið 2022

Vorferð Hamars­bræðra og systra til Stykk­is­hólms.

St. Jóh.st. Hamar blés til vorferðar um liðna helgi. Um 90 systur og bræður fjölmenntu á eigin bílum að Fosshóteli Stykk­is­hólmi þar sem flestir gistu, en fáeinir á Frans­iskus hótelinu. Veðrið gat varla verið betra og tilhlökkun skein úr hverju andliti, enda þarf að hverfa allar götur aftur til Systra­kvölds í febrúar 2020 til að finna fagnað á vegum stúkunnar þar sem systur og bræður komu saman til að eiga góða stund.

Í bítið á laugardegi héldu allir af stað í tveimur rútum og var ferðinni heitið í Bjarn­arhöfn á stórskemmtilegt hákarlssafn. Boðið var upp á góða leiðsögn og henni skolað niður með hákarli og brennivíni.

Þaðan var haldið í fallegan trjálund í skógræktinni í úthverfi Stykk­is­hólms. Þar tókum Borgar­bræður á móti okkur. Boðið var upp á grillmat og öllu skolað niður með léttum drykkjum. Eftir góða stund í fallegu umhverfi var hópnum skipt upp þar sem  annar hópurinn fylgdi Róberti W. Jörgensen R&K í húsnæði Fræðslu­stúk­unnar Borgar þar sem hann hélt fróðlega kynningu. Á meðan hélt hinn hópurinn í göngu um gamla bæinn og út í Súgindisey sem gnæfir yfir höfninni í Stykk­is­hólmi. Við nutum frábærar leiðsagnar heima­manns sem var óspar á sögur um strákapör sín frá fyrri tímum. Síðan skiptu hóparnir um hlutverk.

Um kvöldið beið okkar þriggja rétta máltíð og sannkölluð veislu­stemming í sal sem við Hamars­systur og bræður höfðum fyrir okkur. Við fengum til okkar góða gesti sem kunnu svo sannanlega að kitla hláturtaug­arnar, með söng sínum og frásögnum.

Allir héldu heim á leið um hádeg­isbil á sunnudegi, glaðir og sáttir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?