Vorferð Fjölnis

Laugar­daginn 23. april

Vorferð Fjölnis verður laugar­daginn 23. apríl. Að þessu sinni verður hún með öðru sniði en fyrri ferðir. Engin rúta, engar Sómasam­lokur og ekkert fljótandi medicine til inntöku. Rétt þykir að fara rólega af stað eftir tveggja ára hlé.

Við hittumst tímanlega við Bessastaða­kirkju kl. 11. Þar mun Helga Kr. Einars­dóttir, ráðsmaður á Bessa­stöðum og umsjóna­maður kirkj­unnar taka á móti okkur. Bessastaðakr­irkja á sér mikla sögu. Friðrik J. Hjartar br. og pastor emeritus sem lengi þjónaði í Garða­prestakalli þekkir vel til Bessastaða­kirkju og sögu hennar. Friðrik skrifaði BA-ritgerð í listfræði við Háskóla Íslands um steinda glugga kirkj­unnar og aðrar breyt­ingar í tímans rás. Eftir kynningu Friðriks í kirkjunni er okkur boðið í embætt­is­bú­staðinn. Forsetinn mun taka á móti okkur ef hann er á landinu annars mun Helga sjá um kynningu á embætt­is­bú­staðnum. Eftir heimsókn á Bessastaði verður farið á mjög sérstakan veitingastað í nágrenni Bessastaða, Hlið á Álftanesi  þar sem hádeg­is­verður verður snæddur. Hlið er í 5-10 mínútna akstri frá Bessa­stöðum, fæstir hafa komið á þennan þennan sérstæða stað. Þátttak­endur greiða sjálfir á staðnum.

Til að hægt sé að gera pöntun þurfum við að vita fjöldann.

Það er von ferðanefndar að sem flestir brr. og systur taki þátt og sérstaklega þau sem ekki hafa verið með fyrr.

Þátttaka í vorferð tilkynnist til svend@hi.is  fyrir fimmtudag 21. apríl.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?