Vorfagnaður Mímis með systrum

Tónlistar- & fræðslufundur með vorfagnaði að honum loknum

Laugar­daginn 30. mars verður tónlistar- og fræðslufundur á 1° og að honum loknum bjóðum við systrum til okkar og fögnum með þeim vorinu.
Fundurinn hefst kl. 17.30 og honum lýkur um 19.30 en þá verður húsið opnað fyrir systrum og hægt verður að kaupa fordrykk og borðvín á barnum. Borðhald hefst svo stund­víslega kl. 20.

Eins og nafn fundarins gefur til kynna verður tónlistin í fyrirrúmi og óvæntur bróðir mun flytja okkur fræðslu­erindi á léttu nótunum. Vorfagn­að­urinn skipar ávallt skemmti­legan sess hjá okkur með góðum mat, skemmti­at­riðum og frábærum félagsskap.

Systur: Óform­legri klæðnaður en á systra­kvöldi
Bræður: Kjólföt, svart vesti

Matseðill kvöldsins:

  • Salat með parma skinku, lárperu og bökuðum rauðbeðum
  • Nauta­lundir Béarnaise með bakaðri kartöflu og grænmeti
  • Kaffi og ferskar makkarónur

Miðaverð er 5.500 kr. Skráning og greiðsla fer fram á heimasíðu reglunnar og opnar fljótlega. Skráningu líkur miðviku­deginum 27. mars. Einungis er um skráningu á netinu. Ekki er skráð á staðnum á laugar­deginum.

Lokað hefur verið fyrir skráningu.

Ef spurn­ingar koma upp er hægt að hafa samband við:
Snorri Guðmundsson, snorrigud@isl.is, 899 9119
Vigfús Már Vigfússon, vigfusm@gmail.com, 862 5044

Eldra efni

III˚ í upphafi 2020.
Fundur á I°
Fyrsti fundur ársins 2020

Innskráning

Hver er mín R.kt.?