Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Vorblað Frímúr­arans 2020 er komið út

Nú ættu allir bræður, búsettir á landinu, að hafa fengið vorblað Frímúr­arans 2020 heim til sín. Að vanda er blaðið fjölbreytt og mikið að efni. Þar ber fyrst að nefna ítarlegt persónulegt viðtal við nýjan SMR, Kristján Þórðarson, þar sem hann fer yfir störf sín, áhugamál og feril í Reglunni. Það er vissulega sérlega áhugavert öllum bræðrum að sjá hvílíkan mann Reglan hefur nú fengið til forystu og má segja að hér komi fram fulltrúi margs þess sem starf okkar frímúrara miðar að.

Vert er að benda sérstaklega á afar athygl­is­verða grein Pálma V. Jónssonar, prófessors í öldrun­ar­lækn­ingum við Háskóla Íslands og yfirlæknis öldrun­ar­lækn­inga­deildar Landspít­alans um þriðja æviskeiðið, öldrun og heilsu­farsleg mál sem tengjast hækkandi aldri, en Frímúr­ara­sjóð­urinn hefur styrkt starfsemi hans við greiningu og skráningu öldrun­ar­sjúkdóma.

Þá má benda á fjölbreytt fræðsluefni í blaðinu, auk frétta af málefnum stúkna. Blaðið er nú einnig aðgengilegt hér á vef Reglunnar og eru bræður hvattir til að kynna sér efni þess, hvort sem er stafrænt á vefnum eða í föstu formi á pappír, enginn verður svikinn af því!

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?