Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Virðu­legur I° fundur í vændum

23. nóvember 2021

Næstkomandi þriðju­dagur 23. nóvember er tilhlökk­un­arefni því þá bætist væntanlega nýr hlekkur í keðju Fjöln­is­bræðra. Við munum fá virðulega gesti í heimsókn auk þess sem aðalemb­ætt­ismenn verða í embættum. Að sjálf­sögðu eigum við einnig von á fallegum tónum, andlegri næringu og góðum mat úr eldhúsinu.

Að geta átt samveru með bræðrum er okkur mikilvægt, ekki síst í skamm­deginu, og hvetjum við því brr. að mæta á fundinn. R. minnir brr. á að gæta varúðar varðandi sóttvarnir og að nauðsyn er að forskrá sig á fundi sbr. þessa frétt hér á vef R.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?