Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Vináttufundur og villibráð

Vinafundur með villibráðar veislu, veiði mennirnir Ásgeir Guðmundsson, Ragnar Arnarson og Haukur Óskarsson lögðu til bráðina.

Vinafundur með villi­bráðar veislu, veiði mennirnir Ásgeir Guðmundsson, Ragnar Arnarson og Haukur Óskarsson lögðu til bráðina.

80 bræður áttu yndislega stund saman s.l. mánudag. Fallegur fundur undir styrkri stjórn Vm stúkunnar Smára Sveins­sonar. Falleg tónlist var þar í fyrirrúmi sem þeir Kári Allansson, söngstjóri Stúkunnar og Bjarni Svein­björnsson fluttu af mikilli kostgæfni. Falleg lög m.a. eftir frímúra­bræður. Þá flutti ræðumeistari Stúkunnar Ægir Kristmann Franzson erindi um vináttuna og hversu stór þáttur hún er á meðal okkar bræðranna.

Að loknum fundi rann upp stóra stundinn, sem allir voru búnir að bíða eftir: Bróður­mál­tíðin – Villi­bráð­ar­kvöld. Þeir Bræður Ásgeir Guðmundsson , Haukur Óskarsson og Ragnar Arnarson sáu um aðföngin. Hafa þeir þvælst upp um fjöll og farið erlendis til að afla fanga í þennan eftir­minnilega fund. Þar var á boðstólum kjöt, sem við höfðum bara heyrt um og ekki séð hvað þá smakkað. Byrjað var á afbragðs rjúpusúpu og síðan tók við forrétt­ar­boðið með um 10 tegundir af hreint út sagt sælgæti. Síðan kom að aðalréttunum, en og Ásgeir Guðmundsson sagði „you ain´t seen nothing yet“. Borðin hreint svignuðu undan kjötréttunum og meðlætinu. Sjö tegundir af kjöti bæði íslensku og erlendu. Allt var þetta framreitt að Reyni meist­ara­kokki.

Þessi fallega kvöld­máltíð stóð í tæpar tvær klukku­stundir. Vori Bræðurnir bæði saddir og sáttir.

Frábært framtak, sem ber að þakka.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?