Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Við upphaf nýs áratugar

Mörgum bræðrum er eflaust í fersku minni sú umræða sem fór af stað þegar síðustu árþús­undamót nálguðust. Þannig var á sínum tíma töluverð umræða um hvort halda ætti upp á árþús­undamót við áramótin 1999/2000 eða áramótin 2000/2001.

Þá var rifjað upp að aldamót væru þegar hundraðasta ári aldar­innar myndi ljúka og næsta ár tæki við. Þannig myndu 20. og 21. öldin mætast um áramótin 2000/2001 og þá væru um leið árþús­undamót; annað og þriðja árþús­undið í tímatali okkar myndu mætast. Þetta var rökstutt bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, hundruð og svo framvegis, og einnig með sérstakri vísun til tímatalsins. Þar lá m.a. til grund­vallar sú hugsun að árið 0 hafi ekki verið til heldur hafi Jesús fæðst árið 1 eftir Krist. Jafnframt voru rifjuð upp hátíð­arhöld í Reykjavík áramótin 1900/1901 en þá hafi Reykvík­ingar fagnað innreið nýrrar aldar og upphafi nýs áratugar. Í gríni var sagt að þeir sem vildu fagna árþúsunda- og aldamótum við áramótin 1999/2000 teldu þar með að tuttugasta öldin hefði einungis verið 99 ár !

Í samræmi við framan­greinda talna­speki þá er nýhafinn nýr áratugur, þriðji áratugur, 21. aldar.

Kæru bræður, minnum okkur á að nýr áratugur mun færa okkur ótal tækifæri til að höggva til og slípa hinn hrjúfa stein.

Jónas Þórðarson

Eldra efni

Að fella grímuna
LÍFSSAGA
Vel heppnuð vefsamvera

Innskráning

Hver er mín R.kt.?