Veruleg aukning á notkun vefs Frímúr­ar­a­regl­unnar

Saman­burður áranna 2017 og 2018 staðfestir það

Mælingar milli áranna 2017 og 2018 sýnir verulega aukningu á notkun vefsins eins og fram kemur í tölum hér að neðan. Sífellt fleiri bræður nýta sér vefinn til að afla sér upplýsinga um starf Reglunnar og nú hefur nánast helmingur allra Frímúr­ara­bræðra á Íslandi skráð sig á innra vef Reglunnar. Upplýs­ingar sem þar er að finna verða sífellt viðameiri og ljóst að vefurinn er að verða helsta upplýs­inga­miðlun frímúr­ar­bræðra eins og að var stefnt.

Þá er ljóst að sífellt fleiri aðilar sem ekki eru frímúrarar heimsækja vefinn til að afla sér upplýsinga og svala forvitni sinni um starf Reglunnar. 100 ára afmæli Frímúr­ar­regl­unnar á Íslandi mun án efa auka enn frekar straum fólks í upplýs­ingaleit.

Bræður sem nýta sér aðgang að innri vef með skráningu

2017: tæpir 1200 br.

2018: 1622 br.

Á árinu 2018 hafa því 422 bræður bæst við í hóp þeirra bræðra sem nýta sér aðgengi að innra vefnum. Þetta þýðir að nánast helmingur allra frímúr­ar­bræðra á Íslandi skráir sig reglulega inn á innri vefinn.

Heimsóknir

2017: 61.107 (167 á dag)

2018: 84.731 (233 á dag)

— 38% aukning

Mismunandi notendur (tæki)

2017: rúmlega 18.000

2018: tæplega 21.000

— Rúmlega 15% aukning

Stakar síður skoðaðar

2017: 427.064

2018: 714.550

— 67% aukning

Síður skoðaðar pr. heimsókn

2017: 7

2018: 8,5

— 21% aukning

Meðal heimsókn­artími pr. heimsókn

2017: tæpar 4 mín

2018: tæpar 5 mín

— 25% aukning

Vinsælustu síðurnar

Forsíðan er sú síða sem mest er skoðuð og ætti ekki að koma á óvart. Aðal breyt­ingin er sú að næst vinsælasta síðan í fyrra var starfs­skráin sem hefur nú færst í 4. sæti. Í 2. og 3. sæti trjóna nú upplýs­ingar um félaga­talið og nýleg ferðalög bræðra. Báðar þessar síður er að finna á innra vef Reglunnar. Úr þessu má lesa að fyrir utan töluverða aukningin á almennum heimsóknum, þá er flæðið meira að færast inn á læstu hluta síðunnar. Þ. e. innri vefinn.

Lönd

Örlítil aukning, hlutfallslega, af erlendum heimsóknum.Um 4% fækkun af íslenskum sem dreifist á önnur lönd.

Mesta aukningin á stöku landi var áhugi frá Frakklandi (yfir 600% auking) og Þýskalandi og Spáni (hvor um 30-40% aukning).

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?