Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Vel heppnað heldri­bræðrakaffi Fjölnis

24. október 2021

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að öll mannamót hafa liðið illilega fyrir smitgát undan­fainna missera, þar með taldir bæði stúkufundir okkar bræðranna og aðrar samkomur okkar.

Nú horfir loks loks til betri vegar og sunnu­daginn 24. október bauð bræðra­nefnd Fjölnis á ný til Heldribræðrakaffis. Í blíðviðrinu varð líflegt í stúku­húsinu okkar þegar hittust hátt í 40 bræður og nutu nýkabaðra vafflna og fjölbreytilegs kruðerís með kaffi­bolla og góðu spjalli þessa góðu dagstund.

Leópold Sveinsson Stm. stúkunnar ávarpaði samkomuna og bauð bræður velkomna aftur til samveru eftir hið alltof langa hlé, ekki síst þá sem af einhverjum ástæðum hafa þurft að halda sig til hlés vegna heilsufars og smitgátar. Hann áréttaði að þótt samfé­lagið væri nú opið væri mikilvægt að fara að öllu með gát og að áfram yrði gætt varúðar á stúkufundum.

Patró­púkinn góðkunni br. Ólafur Sæmundsson fór að venju á kostum í sögustund þar sem hann meðal annars rifjaði upp minningar að vestan og sagði sögur af afa sínum br. Halldóri Kolbeins, sem var nafnkunnur maður á sinni tíð og þjónaði meðal annars sem prestur á Suðureyri við Súganda­fjörð og í Vestmanna­eyjum.

Eftir góða samveru­stund héldu menn léttir á brún út í góðviðr­is­daginn, vel nærðir bæði á líkama og ekki síður á sálinni. Enda löngum verið alkunn sannindi að maður er manns gaman og ekki síður mikilvægt að rækta andann en líkamann.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?