Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Varpaðu frá þér vetrarkvíða

Daginn tekur að lengja

Fundur á II° var haldinn í stúkunni Fjölni þriðju­daginn 7. janúar 2020. Á fundinum voru 7 ungbræður teknir upp til meðbræðra­stigs og ofan af söngloftinu fluttu 7 brr. tónlist. Þá voru gestir fundarins samtals 7, þ.e. 2 R&K sem heiðruðu fundinn með komu sinni, og svo 5 brr. úr öðrum stúkum. Fundinn sóttu 55 brr. og voru þeir allir í sjöunda himni að fundinum loknum. Fjölmargir brr. voru í fyrsta sinn í embætti á II° og þóttu allir standa sig mjög vel.

Í br. máltíð var síðan boðið upp á steiktan þorsk með ólívumauki, steiktum kartöflum og hrásalati og runnu þær veitingar ljúflega niður.

Veðrið sem hafði upp sinn hramm þegar brr. voru á leið til fundarins hafði að nokkru gengið niður þegar fundinum var lokið. Þessi fyrsti fundur í stúkunni Fjölni árið 2020, sem var afskaplega fallegur, bætti svo um munaði í lýsinguna í skamm­deginu, nú þegar sól er tekin að hækka á lofti og daginn lengir – gefið var fyrirheit um að veturinn muni slaka brátt á sínum tökum og hleypa vorinu að.

Vorar samt

Varpaðu frá þér vetrarkvíða.
Vorsins finnst þér langt að bíða,
en það kemur hægt og hægt.
Storminn þunga hreggs og hríða
hefur kannski bráðum lægt.
Við því búinn vertu sjálfur:
Vorið fer um lönd og álfur.
En því miðar hægt og hægt.

                   Jón Magnússon

Hér má heyra ljóð Jóns Magnús­sonar, Vorar samt, við lag Sigvalda S. Kaldalóns í flutningi þeirra Sigurðar Braga­sonar, barítón, og Hjálms Sighvats­sonar, píanó­leikara.

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?