Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Upptaka af Aðventu­kvöldi Reglunnar til staðar á vefnum

Á vef Reglunnar er nú að finna upptöku af aðventu­kvöldi Frímúr­a­regl­unnar. Þar með gefst bræðrum sem ekki höfðu tök á að tengjast aðventu­kvöldinu, tækifæri til að njóta þessarar einstöku samveru. Því hér má sannarlega segja að sjón sé sögu ríkari.

Rúmlega 1300 bræður og fjölskyldur margra þeirra nýttu sér þann möguleika að tengjast aðventu­kvöldinu og njóta þessarar einstöku stundar sem heppn­aðist með eindæmum vel. Það má segja að þarna hafi jólin ratað endanlega í hjörtu þeirra sem á horfðu.

Bræður voru hvattir til að halda þeirri viðteknu venju að gefa í Frímúr­ara­sjóðinn. Framlögin að loknum fundi voru um ein milljón króna. Þeir bræður sem vilja styrkja Frímúr­ara­sjóðinn geta gert það þó aðventufundinum sé lokið.  Hægt er að gera það með beinum milli­færslum á reikning 0513-26-030100, kt. 560169-6989 eða með því að nota greiðslukort í gegnum vefinn hér. Hver gefi eftir efnum og aðstæðum.

Smellið hér til að opna síðu um Aðventu­kvöldið og horfa á upptökuna.

Aðrar fréttir

Útför Jóns Sigurðssonar
Fjhst. fundur St. Jóh. Eddu
Aukafundur á ungbræðrastigi
Vetrarstarfið hefst

Innskráning

Hver er mín R.kt.?