
Skjalamappa
Kæru bræður.
Nú er blessað vorið komið og við vonglaðir tökum sumrinu mót, svo vitnað sé í skáldið Pál Ólafsson. Einnig styttist í bóluefnið langþráða og góða.
Vegna mikillar tiltektar í félagatali R. síðasta misserið við ég minna bræðurna á að athuga nú vel með skráningu sína, hvort hún sé rétt (sími, netfang og heimilisfang) og einnig hvað varðar meðmælendur, en til að að sjá skráninguna þarf að skrá sig inn á innri vefinn.
Ef þú, bróðir minn átt í vandræðum með innskráningu þína skaltu snúa þér til ritara Jóh. stúku þinnar sem mun aðstoða.
Sé eitthvað sem betur má fara skaltu senda mér upplýsingar um það á netfangið olafur@frmr.is
Mbk.
Ólafur Friðrik Ægisson
Skrásetjari R.