Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Um hvað snýst II°? Leynd­ar­dómar afhjúpaðir

Fræðslufundur St.Jóh. stúknanna í Reykjavík

Nk. sunnudag 23. febrúar kl. 13:00 verður sérstakur fræðslufundur á II° haldinn í Hátíð­ar­salnum í Reglu­heim­ilinu. Allar St.Jóh. stúkurnar í Reykjavík standa að þessum fræðslufundi, þ.e. Mímir, Edda, Fjölnir, Gimli, Glitnir og Lilja. Á fundinum mun br. Einar Kristinn Jónsson í Fjölni flytja fræðslu­erindi um ríkulegt innihald þessa stigs, tákn og fyrir­komulag fundarins með sýnidæmum, og br. Ólafur W. Finnsson, söngstjóri Fjölnis, mun fjalla um tónlist fundarins og táknmál hennar með hljóm­dæmum. Meðbræður sem hafa nýlokið ferðalagi á þetta stig eru eindregið hvattir til að mæta og fá þannig betri innsýn í II° stigið, en ekki síður aðrir bræður sem til þess hafa stig.

Á II° leynist margt, sem ekki er augljóst og nýtist bræðrum t.d. í daglegum athöfnum. Í lok fundar gefst tækifæri til fyrir­spurna og umræðna. Fundurinn mun standa yfir í ca. 1 – 1½ klst. Við vonumst til að sjá sem flesta.

St.Jóh. stúkurnar Mímir, Edda, Fjölnir, Gimli, Glitnir, Lilja.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?