Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Tíu kollur af Guinness?

Banda­ríkja­maður kemur inn á pöbb í Dublin og byrjar fljótt að láta ófriðlega. Hefur ljót orð um heimamenn. Segir þá hengil­mænur og raupara, sem séu til lítils gagnlegir. Þykjist vera drykkjumenn góðir en þegar upp sé staðið, þá sé meira um orð en efndir.

“En þið getið náttúrlega staðið undir merkjum” segir hann svo.

“Ef einhver ykkar getur drukkið 10 glös af Guinness í einni runu, þá er ég tilbúinn að að borga viðkomandi 100 dollara”.

Það sló þögn á mannskapinn og einn úr hópnum stóð upp og gekk út. 

“Var það ekki” sagði Banda­ríkja­mað­urinn og pantaði sér skoskt whiskey. Sem er náttúrlega glæpsamlegt athæfi á írskum pöbb.

En klukkutíma síðar er bankað í öxlina á Banda­ríkja­manninum og þar stendur glaðlegur Íri.

“Ég ætla að slá til og taka áskor­uninni” sagði hann.

“Já, loksins Íri sem eitthvað getur” sagði Banda­ríkja­mað­urinn. “En ef minni mitt svíkur ekki, þá gekkst þú út af pöbbnum áðan þegar ég kom með tilboðið. Og ert nú mættur og þykist geta klárað þetta”.

“Jú sjáðu til” sagði Írinn. “Ég var ekki alveg viss um að ég hefði þetta af. Fór því á annan pöbb hér neðar í götunni. Pantaði mér 10 Guinness og kláraði þá. Þá vissi ég að þetta yrði ekkert mál á þessum stað. Segðu barþjóninum að byrja að láta renna í glösin”.

Klukkutíma síðar var Banda­ríkja­mað­urinn 100 dollurum fátækari en Írinn þeim mun glaðari.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?