Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Tíminn og lífið

Annar upptökufundur vetrarins á, 2. Nóvember 2021

Það var bjart yfir mönnum í kvöld þegar við tókum á móti nýjum bróður. Andinn var einstaklega góður, bræður glaðir að geta stundað  eðlilegt félags­starf eftir erfiða tíma. Fundurinn var hnökralaus og valinn maður í hverju rúmi.

Rm. kvöldsins, Magnús Eðvald Kristjánsson, hélt blaðlaust og vel ígrundað erindi um merkingu tímans í víðu samhengi. Innihaldið var m.a. „lífið er núna“ og er það eitthvað sem við eigum ávallt að hafa í huga.

Tónlistin var sem endranær í höndum Ólafs W. Finns­sonar og honum til fulltingis í söng var Ingólfur Ármann Sigþórsson. Flutn­ingur þeirra var óaðfinna­legur og batt saman stemningu fundarins.

Eftir fund var svo snæddur hlýri með úrvals meðlæti. Skemmtilegt og táknrænt kannski að snæða sjávarfang í kvöld þar sem okkar nývígði bróðir er sjómaður.

Að lokum var samstilltur söngur bræðra sem var gott veganesti inní nóttina.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?