Starfið í Reglunni er smám saman að færast í eðlilegt horf eftir að covid-veiran fór að lina tökin og stúkufundir að færast í það horf sem þeir voru áður en veiran riðlaði allri starfseminni. En hver og einn bróðir er fyrst og fremst ábyrgur fyrir sinni sóttvörn, eins og Viðbragðsteymi R. benti á í nýlegum skilaboðum sínum hér á vefnum.
Auk væntanlegrar inntöku nýs bróður verður kosinn nýr Stm. Fjölnis og því eru allir stúkubræður hvattir til að mæta og nýta kosningarétt sinn auk þess að njóta félagsskapar reglubræðra. Þar að auki er þetta árlegur vinafundur okkar Fjölnisbrr. og við hæfi að hafa með sér góðan br. og vin — t.d. meðmælendur eða br. úr öðrum stúkum.
Myndataka fyrir góða vini verður í boði fyrir fundinn, eins og á fyrri vinafundum, og svo endum við á að snæða saman vinarsnitzel. Það er óhætt að segja að það sé gott kvöld framundan.