Tímamóta­fundur á I° þann 22. mars

Kosning nýs Stm. í Fjölni

Starfið í Reglunni er smám saman að færast í eðlilegt horf eftir að covid-veiran fór að lina tökin og stúkufundir að færast í það horf sem þeir voru áður en veiran riðlaði allri starf­seminni. En hver og einn bróðir er fyrst og fremst ábyrgur fyrir sinni sóttvörn, eins og Viðbragð­steymi R. benti á í nýlegum skila­boðum sínum hér á vefnum.

Auk væntan­legrar inntöku nýs bróður verður kosinn nýr Stm. Fjölnis og því eru allir stúku­bræður hvattir til að mæta og nýta kosningarétt sinn auk þess að njóta félags­skapar reglu­bræðra. Þar að auki er þetta árlegur vinafundur okkar Fjöln­isbrr. og við hæfi að hafa með sér góðan br. og vin — t.d. meðmæl­endur eða br. úr öðrum stúkum. 

Myndataka fyrir góða vini verður í boði fyrir fundinn, eins og á fyrri vinafundum, og svo endum við á að snæða saman vinarsnitzel. Það er óhætt að segja að það sé gott kvöld framundan.

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?