Samkæmt ákvörðun Viðbragðsteymis R., þá hefur verið ákveðið að opna bókasafnið í Regluheimilinu við Bríetartúni 3, frá og með sunnudeginum 17. janúar 2021.
Opnunartímar verða þeir sömu og verið hefur og má finna í Bláu bókinni (félagatalinu) og á heimasíðu R. Opið er sunnudaga frá 10 til 11:30, einnig mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan 17 til 18:30.
Bræðrum er uppálagt að mæta með andlitsmaska (verða líka til á staðnum) og fylgja öllum settum sóttvarnarrelgum, þ.m.t. 2ja metra fjarlægð, maska, sótthreinsun handa (nota hanska þar sem þarf).
Mikilvægt er að allir sem koma á bókasafnið skrái sig við komu og verða því að hafa meðferðis stúkuskírteinið (þetta bláa). Þetta er gert m.a. til að viðkomandi br. fái nafn sitt skráð á þátttakendalista R. sem og vegna kröfu okkar um rekjanleika ef upp kynni að koma þörf á rakningu.
Mjög mikilvægt er að bræður komi ekki á lesfundi, ef þeir hafa einhver flensueinkenni, hósta, hita o.s.frv. Einnig að þeir komi ekki ef minnsti grunur er um að þeir hafi smitast af Corona vírusnum eða öðrum umgangspestum.
Með brl. kv.
Eiríkur Finnur Greipsson St.R
Skrifstofustjóri