Tilkynning um opnun bókasafnsins í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún, sunnu­daginn 17. janúar 2021

Samkæmt ákvörðun Viðbragð­steymis R., þá hefur verið ákveðið að opna bókasafnið í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artúni 3, frá og með sunnu­deginum 17. janúar 2021.

Opnun­ar­tímar verða þeir sömu og verið hefur og má finna í Bláu bókinni (félaga­talinu) og á heimasíðu R. Opið er sunnudaga frá 10 til 11:30, einnig mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan 17 til 18:30.

Bræðrum er uppálagt að mæta með andlits­maska (verða líka til á staðnum) og fylgja öllum settum sóttvarn­ar­relgum, þ.m.t. 2ja metra fjarlægð, maska, sótthreinsun handa (nota hanska þar sem þarf).

Mikilvægt er að allir sem koma á bókasafnið skrái sig við komu og verða því að hafa meðferðis stúku­skír­teinið (þetta bláa). Þetta er gert m.a. til að viðkomandi br. fái nafn sitt skráð á þátttak­endalista R. sem og vegna kröfu okkar um rekjan­leika ef upp kynni að koma þörf á rakningu.

Mjög mikilvægt er að bræður komi ekki á lesfundi, ef þeir hafa einhver flensu­ein­kenni, hósta, hita o.s.frv. Einnig að þeir komi ekki ef minnsti grunur er um að þeir hafi smitast af Corona vírusnum eða öðrum umgangspestum.

Með brl. kv.
Eiríkur Finnur Greipsson St.R
Skrif­stofu­stjóri

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?