Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Tilkynning til bræðra frá SMR

Starfs­vet­urinn hefst með Stórhátíð þann 6. ágúst

Undir­ritaður, Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, hefur í samráði við Æðstaráð Reglunnar ákveðið að starfið í Reglunni hefjist að nýju með Stórhátíð á VIII stigi fimmtu­daginn 6. ágúst n.k. kl. 18.00. Nýtt starfsár hefst svo formlega með GÞ fundi, á VIII stigi fimmtu­daginn 13. ágúst n.k. kl. 19:00.

Starfs­skráin verður svo birt mjög fljótlega á heimasíðu R.

Sérstök tilmæli vegna COVID-19

Tilmælum yfirvalda um varúð og sóttvarnir vegna COVID-19 verður að sjálfsöðu fylgt í öllu starfi. Þau tilmæli valda því m.a. að takmarka þarf mögulegan fjölda þátttakenda á fundum. Á Stórhátíð verður miðað við að 200 bræður geti setið fundinn. Skráning (tilkynning um þátttöku) á fundinn verður eins og áður, hér á heimasíðu R. og er hafin. Bræður sem skráðu sig á Stórhátíð í mars s.l. eiga að vera búnir að fá endur­greitt og þurfa allir að skrá sig aftur, en munið að hámark er á fjölda þátttakenda.

Smellið hér til að lesa frétt um skráningu á Stórhátíð 2020.

Bræður sem hyggjast sækja Stórhá­tíð­ar­fundinn og vilja halda tveggja metra fjarlægð­ar­reglu þurfa að tilkynna þá ósk sína sérstaklega til stjórn­stofu Reglunnar.  Miðað við núverandi tilmæli sóttvarn­ar­yf­ir­valda, verða gerðar nokkrar breyt­ingar á framkvæmd funda en þær breyt­ingar verða kynntar jafnóðum. Almennt er farið fram á það að öll samskipti bræðra verði án snertinga og sóttvarnir verði í heiðri hafðar.

Í tilmælum sóttvarna­yf­ir­valda er m.a. mælst til einstak­lingar sem tilheyra ákveðnum áhættu­hópum takmarki eftir fremsta megni veru sína í margmenni og á fjölda­sam­komum, sjá: www.covid.is

Nánari upplýs­ingar um mætingar á fundi

Auk þessa eru það eindregin tilmæli til bræðra sem eru nýkomnir frá útlöndum, eru í nánum samskiptum við einstak­linga sem eru í áhættu­hópum eða eru veikir og eru á einhvern hátt áhyggju­fullir um að smitast, að þeir sæki ekki fundi á vegum R. á meðan þessi vágestur er að herja á okkar samfélag.

Athugið sérstaklega að hér er um fyrstu tilkynningu að ræða, vegna upphafs Reglu­starfsins, starfsárið 2020—2021 og þessar upplýs­ingar kunna að taka breyt­ingum í samræmi við tilmæli sóttvarn­ar­yf­ir­valda hverju sinni.  Öllum slíkum breyt­ingum verða gerð skil hér á heimasíðu Reglunnar jafnóðum og eru brr. hvattir til að fylgjast vel með heima­síðunni.

Kristján Þórðarson SMR

Aðrar fréttir

ZOOM fundur
Um vonina
Að leggja við hlustir
Falleg saga

Innskráning

Hver er mín R.kt.?