Undirritaður, Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi, hefur í samráði við Æðstaráð Reglunnar ákveðið að starfið í Reglunni hefjist að nýju með Stórhátíð á VIII stigi fimmtudaginn 6. ágúst n.k. kl. 18.00. Nýtt starfsár hefst svo formlega með GÞ fundi, á VIII stigi fimmtudaginn 13. ágúst n.k. kl. 19:00.
Starfsskráin verður svo birt mjög fljótlega á heimasíðu R.
Sérstök tilmæli vegna COVID-19
Tilmælum yfirvalda um varúð og sóttvarnir vegna COVID-19 verður að sjálfsöðu fylgt í öllu starfi. Þau tilmæli valda því m.a. að takmarka þarf mögulegan fjölda þátttakenda á fundum. Á Stórhátíð verður miðað við að 200 bræður geti setið fundinn. Skráning (tilkynning um þátttöku) á fundinn verður eins og áður, hér á heimasíðu R. og er hafin. Bræður sem skráðu sig á Stórhátíð í mars s.l. eiga að vera búnir að fá endurgreitt og þurfa allir að skrá sig aftur, en munið að hámark er á fjölda þátttakenda.
Smellið hér til að lesa frétt um skráningu á Stórhátíð 2020.
Bræður sem hyggjast sækja Stórhátíðarfundinn og vilja halda tveggja metra fjarlægðarreglu þurfa að tilkynna þá ósk sína sérstaklega til stjórnstofu Reglunnar. Miðað við núverandi tilmæli sóttvarnaryfirvalda, verða gerðar nokkrar breytingar á framkvæmd funda en þær breytingar verða kynntar jafnóðum. Almennt er farið fram á það að öll samskipti bræðra verði án snertinga og sóttvarnir verði í heiðri hafðar.
Í tilmælum sóttvarnayfirvalda er m.a. mælst til einstaklingar sem tilheyra ákveðnum áhættuhópum takmarki eftir fremsta megni veru sína í margmenni og á fjöldasamkomum, sjá: www.covid.is
Nánari upplýsingar um mætingar á fundi
Auk þessa eru það eindregin tilmæli til bræðra sem eru nýkomnir frá útlöndum, eru í nánum samskiptum við einstaklinga sem eru í áhættuhópum eða eru veikir og eru á einhvern hátt áhyggjufullir um að smitast, að þeir sæki ekki fundi á vegum R. á meðan þessi vágestur er að herja á okkar samfélag.
Athugið sérstaklega að hér er um fyrstu tilkynningu að ræða, vegna upphafs Reglustarfsins, starfsárið 2020—2021 og þessar upplýsingar kunna að taka breytingum í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda hverju sinni. Öllum slíkum breytingum verða gerð skil hér á heimasíðu Reglunnar jafnóðum og eru brr. hvattir til að fylgjast vel með heimasíðunni.
Kristján Þórðarson SMR