Tilkynning frá Viðbragð­steymi R. um nýjar sóttvarn­ar­reglur frá 24. febrúar til 17. mars 2021

Kæru bræður.

Í dag var gefin út ný reglugerð um sóttvarnir vegna COVID-19 farald­ursins. Tilkynntar breyt­ingar eru allra góðra gjalda verðar, en þær eru þó ekki nægjan­legar til þess að unnt sé að halda stúkufundi í Reglu okkar. Við þurfum því enn að bíða eftir frekari tilslökunum til að geta hafið siðbundið stúku­starf. Mjög mikilvægt er að bræður fylgist vel með tilkynn­ingum á heima­síðunni, því lítið þarf til að breyta núverandi stöðu.

Hámarks­fjöldi verður nú 50 manns á fundum (nema hjá undan­þágu­hópum) og með 2ja metra fjarlægð­ar­mörkum gerir það fundi ófram­kvæm­anlega. Að sjálf­sögðu fögnum við því að áætlanir um bólusetn­ingar miða við að markmiðum heilbrigð­is­yf­ir­valda um bólusetn­ingar verði náð fyrir mitt ár. Hvort aflétting reglna um sóttvarnir verður nægjanleg til að unnt verði að boða til stúkufunda fyrir sumarið verður bara að koma í ljós. Við skulum þó áfram vera bjart­sýnir en varkárir.

Sóttvarn­ar­reglur sem gilda munu frá 24. febrúar til 17. mars 2021, fyrir allt starf innan Frímúrara-reglunnar á Íslandi hljóma því þannig:

  1. Ekkert formlegt siðbundið fundar­starf er mögulegt við gildandi sóttvarn­a­reglur.
  2. Heimilað verður að boða til funda embætt­is­manna, nefnda og annarra bræðrahópa í einstökum stúku­húsum, gegn ófrávíkj­anlegu skilyrði um að virtar verði í hvívetna allar sóttvarnir sem stjórnvöld krefjast, s.s. hámark 50 bræður mega koma saman ef húsakynnin leyfa, 2ja metra reglan er áfram í gildi, notkun er skilyrt á andlits­grímum, sótthreinsi­vökvi skal vera til reiðu o.s.frv. Jafnframt er áfram heimilað að opna bókasöfn stúku­húsanna, ef talið er unnt að uppfylla allar kröfur um sóttvarnir og að bókasafns­verðir séu reiðu­búnir að sinna starfi sínu við núgildandi aðstæður.
  3. Viðbragð­steymum einstakra stúkuhúsa er falið að halda utan um framan­greint starf til að tryggja að öllum sóttvörnum sé unnt að framfylgja og að það verði gert. Fullt samráð við viðkomandi Stmm. er mikilvægt.
  4. Mjög mikilvægt er að ALLTAF sé haldin nákvæm skráning á þeim bræðrum og gestum sem koma í stúku­húsin og einnig allra þeirra sem þar koma saman hverju sinni. Nafna­listi skal sendur viðkomandi viðbragð­steymi strax að lokinni samver­stund eða fundi. Þetta er skilyrði vegna kröfu um rekjan­leika. Ef viðbragð­steymi fær ekki sendar skrán­ingar skal tilkynna það til Stjórn­stofu.
  5. Einstökum viðbragð­steymum ber að greina Stjórn­stofu frá öllum ákvörðunum sem teknar eru í þessu sambandi.
  6. Ef breytinga er þörf vegna tilmæla yfirvalda verða þær kynntar hér á heimasíðu R. þegar og ef þær verða.

Reglugerð um sóttvarnir má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigd­isradu­neytid/ymsar-skrar/Rg.%20Takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20samkomutakm%c3%b6rkunum%2024.%20feb.pdf 

Frekari upplýs­ingar veitir stjórn­stofa

Fyrir hönd Viðbragð­steymis R.
Eiríkur Finnur Greipsson ER

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?