Því er lokið . . . í bili

Lokafundur og uppskeru­hátíð Fjölnis

Það var glatt á hjalla og létt yfir brr. í gærkvöldi á uppskeru­hátíð Fjölnis. Er þetta í þriðja sinn sem þetta fyrir­komulag hefur verið haft á lokafundi. 68 brr. voru saman­komnir til að ljúka þessu glæsilega starfsári. Mikið hlegið og spjallað og fundurinn teygðist inn í nóttina.  

Brr. Ólafur W. Finnsson og Hjörleifur Valsson spiluðu undur­samlega saman og bar þar hæst sænska lagið Nocturne. Br Hjörleifur tók síðan við heiðurs­merki Fjölnis  sem honum hafði verið veitt á vinafundinum fyrr í vetur, en átti þá ekki heimangegnt. Þrem brr. til viðbótar var veit hm. Fjölnis, þeim Helga Magnússyni, Finni Tómassyni og Þorvarði Sæmundssyni. Sr. Magnús Björn flutti innihaldsríkt erindi eins og hans er von og vísa. Br Ingvar S.Hjálm­arsson sló á létta strengi og svo stökk br. Kristján Einarsson inn á völlinn með nokkra lauflétta. 

Áður en sest var til matar, léku brr. Ólafur W. Finnsson og Sigurður Hafsteinsson ljúfa tóna. Þá beið dýrindis nautalund, bökuð kartafla og bernaisesósa og súkkulaði­búð­ingur með makkarónum í ofan á lag, ekkert slor það.

Í lokin sagði br. Magnús Viðar Sigurðsson frá 100 ára afmæl­is­há­tíðinni og sýndi heimild­ar­myndina um sögu og starf Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og magnað erindi br. Guðmundar Kr. Tómas­sonar R&K. Það var einstaklega ánægjulegt, bæði fyrir brr. Sem voru á 100 ára afmæl­is­há­tíðinni og einnig hina sem af einhverjum ástæðum komust ekki á fundinn.

Mikið skemmtilegt og ánægjuríkt kvöld. Gleði og bros á andlitum brr. Góður endir á góðum starfs­vetri.

Hér er svo fallegt ljóð til að taka með sér inn í sumarið. Það heitir Lífsþor og er eftir lögfræð­inginn og skáldið Árna Grétar Finnsson úr ljóðabók hans, Leikur að orðum frá 1982.

Árni sem var í stúkunni Hamri, var faðir br. okkar Finns Árnasonar í Glitni

 

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfs­traust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun.

Það þarf vilja­styrk til að lifa eigin ævi,
einurð til að forðast heimsins lævi,
visku til að kunna að velja og hafna,
velvild, ef að andinn á að dafna.

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
þá áhættu samt allir verða að taka,
en enginn tekur mistök sín til baka.

Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
fylgja í verki sannfæringu sinni
sigurviss, þó freist­ing­arnar ginni.

Hér má svo njóta flutnings lags Bubba Morthens sem hann semdi við ljóðið.

Geðilegt sumar brr. og sjáumst á haust­dögum ef HHHJ lofar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?