Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Þorra­fundur Helga­fells

6. febrúar 2019

Þorra­fundur Helga­fells var haldinn miðviku­daginn 6.febrúar.
45 bræður mættu á fundinn sem var fallegur og vel útfærður af
embætt­is­mönnum stúkunar.

Söngstjóri og vara söngstjóri stúkunar fluttu fallega tónlist sem
bræðurnir nutu, það setur mikinn svip á fundinn þegar flutt er lifandi
tónlist.
Það er alltaf gaman þegar við fáum Stm. úr öðrum stúkum á fundinn en
einn af þeim var Stm. Iðunnar Ólafur Helgi Kjart­ansson sem er reyndar
Helga­fells­bróðir.
Þá er einnig gaman fá bræður úr öðrum stúkum í heimsókn á fundi hjá
okkur, það setur alltaf ákveðin svip á fundina.
Að loknum fundi var bróður­máltíð þar sem að sjálf­sögðu var boðið upp á yndis­legan þorramat sem kokkurinn hafði útbúið og borið á borð fyrir
bræðurna.
Þá talaði V.RM. stúkunar til hins nývígða og lagði honum til ákveðnar
reglur um næstu skref og hvaða bækur væri áhugavert lesa á bóksafni
Reglunnar til að öðlast meiri þekkingu í fræðum stigsins.

Næsti fundur í stúkunni verður miðviku­daginn 13.febrúar og hvetjum við alla bræður til mæta á fundinn, bræður úr öðrum stúkum eru að sjálf­sögðu hjart­anlega velkomnir

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?