Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Það finnst alltaf leið

Patrekur röltir inn á bar í Dublin, pantar þrjár kollur af Guinness og sest síðan út í horn. Þar sýpur hann – til skiptis – einn sopa í einu af hverri kollu. Þegar hann kemur aftur að barborðinu og pantar þrjár í viðbót, segir barþjónninn: „Þú veist líklega að bjórinn verður fljótt flatur, eftir að hann kemur úr krananum, mundi bjórinn ekki bragðast þér betur, ef þú keyptir eina kollu í einu? “ „Sjáðu til“ segir Patrekur: „Ég á tvo bræður, annar er í Ameríku, hinn í Ástralíu og svo er ég hér í Dublin.“ Þegar við fórum að heiman lofuðum við því að drekka svona, til þess að minnast gömlu góðu daganna, þegar við drukkum allir saman“ Barþjónninn hefur ekki fleiri orð um flatan bjór og fellst á að þetta sé fallega hugsað.

Patrekur verður síðan fasta­gestur og drekkur alltaf á þennan sama máta – pantar þrjá og sýpur af þeim til skiptis – einn sopa í einu.

Dag nokkurn birtist hann og pantar aðeins tvær kollur. Þetta fer ekki framhjá neinum fasta­gestanna og þögn slær á hópinn. Svo pantar Patrekur næsta umgang og þá segir barþjónninn varfærn­islega: „Þótt ég vilji síður ónáða þig í sorginni, langar mig að votta þér samúð mína: Ég samhryggist þér Paddy minn“
Augnablik virðist Patrekur ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið,
svo áttar hann sig og skellir upp úr.

NEI, NEI Nei nei ! – Almáttugur minn – það er allt í lagi með alla. Það er bara ég ….
Ég er nefnilega hættur að drekka.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?