Tengiband III°-fundanna

Þriðju­daginn 28. janúar

Þorrinn er kominn með kulda og trekk, þá er gott að koma í hlýjuna með brr. sínum og bjóða nýjan Meistara velkominn. Næstkomandi þriðjudag, 28. janúar verður fjórði III stigs fundur okkar Fjölnis brr. sem tengir saman þá þrjá sem undan eru gengnir og þá þrjá sem eftir koma.

Spáð er hægviðri en kólnandi veðri í hinum ytri heimi en ekki þarf spádómsgáfu til að vera fullviss um að innan veggja R verður alltaf sama orkan sem hitar okkur um hjartarætur. Og svei mér þá ef veðrið er ekki að batna.

Hvetjum við sem flesta brr., sem þess eiga kost, að fjölmenna á fundinn.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?