Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Talnasúpa og bræðra­máltíð

Fyrsti fundur 35. starfsárs Fjölnis

Þá er fyrsta fundi vetrarins lokið en þriðju­daginn 28. september sl. fór fram fjárhags­fundur á I° og sóttu 46 bræður fundinn. Fundurinn var að mestu með hefðbundnu sniði að teknu tilliti til þeirrar aðlögunar sem þurfti og þarf að eiga sér stað vegna sóttvarna. Þær ráðstafanir höfðu þó engin áhrif á hátíð­leika og formfestu fundarins.

Á fundinum stiklaði br. Haukur Eggertsson, Fh. á stóru um rekstur og efnahag reglunnar. Í framhaldi af því flutti br. Emil Hilmarsson, R skýrslu um starfsemi St. Jóh. st. Fjölnis. Þar kom fram, eins og við þekkjum af eigin reynslu síðasta starfsárs, að Covid-19 hafði veruleg áhrif á allt starf okkar, þ.m.t. fjölda funda, fundarsókn, framanir og upptökur. Þá gerði br. Haukur grein fyrir helstu liðum í ársreikningi stúkunnar. Skemmst er frá að segja að endur­skoð­endur árituðu reikninga án athuga­semda og töldu þá gefa glögga mynd af rekstri og efnahag.

Að loknum talna­flutningi var komið að tónlistar­flutningi en hann var án þátttöku bræðra í sal vegna sóttvarna. Kom það ekki að sök þar sem að br. Páll Malmberg og br. Guðmundur Rúnar Ólafsson fluttu á óaðfinn­an­legan hátt verkið Starfs­byrjun eftir Víglund Möller en br. Ólafur William Finnson, S lék undir á orgel.

Leópold Sveinsson, Stm fór yfir starf vetrarins framundan en í ár er 35. starfsár stúkunnar. Í máli hans kom fram að 22 fundir væru fyrir­hugaðir á starfs­árinu. Þrátt fyrir bjartsýni um að engin röskun verði á starfinu er ljóst að slíkt mun ráðast af alheims­far­aldrinum og stöðu sóttvarna. Nánari upplýs­ingar um fundi og starfskrá vetrarins má finna á hér á vefnum. Ljóst er að þær takmarkanir sem að hafa verið í gildi í þjóðfé­laginu, með tilheyrandi rofi á starfi reglunnar, muni hafa áhrif á mætingu á fundi. Því hvetur Stm. br. til að mæta og teygja sig jafnframt til annarra bræðra og hvetja þá til mætingar. Þetta á einkum við um yngri br., sem hætta er á að flosni frá starfinu, en einnig eldri br.

Loks flutti br. Þorsteinn Þorgeirsson Rm íhugult erindi um gang árstíðanna og tengingu þeirra við starf okkar – hinu mannbætandi starfi.

Svo var komið að bræðra­mál­tíðinni. Óhætt er að fullyrða að máltíðin var allt eins ljúfeng og talnasúpan sem var í boði á fundinum sjálfum… kannski örlítið bragð­meiri. Allt að öllu þá hvetjum við ykkur bræður til að mæta á næsta fund sem er á III° nk. þriðju­dags­kvöld þann 5. október. Næsti I° fundur er hins vegar þriðju­dags­kvöldið 19. október.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?