Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Systra­kvöld Stt. Eddu & Lilju 2020

1. febrúar

Það fer að líða að hinu árlega og glæsilega systra­kvöldi Stt. Eddu og Lilju, en það verður haldið þann 1. febrúar í ár.

Glæsi­legur matseðill, vönduð skemmti­atriði og sérhönnuð systragjöf ætti að freista brr. að bjóða systrum á þetta skemmtilega kvöld.
Lokað hefur verið fyrir skrán­inguna.

Miðaverð er 12.000 án borðvíns.

Athugið að til þess að nýta sér rafrænar skrán­ingar er nú nauðsynlegt að vera innskráður á vefinn. Þeir brr. sem eiga í vandræðum með innskráningu geta leitað til R. eða Sm. sinnar St. til að fá aðstoð.

Systur mæti í síðkjólum og brr. í kjólfötum með hvítt vesti.

Matseðill og dagskrá

Húsið opnar 17:15 og hátíð­ar­dagskrá hefst stund­víslega 18:00. Að henni lokinni verður systrum sýndur Jóhann­es­ar­sal­urinn og barir opnaðir. Borðhald hefst 19:30.

Forréttur
Nauta Carpaccio með japönsku majonesi og kletta­salati.

Aðalréttur
Lambafille hjúpað basil og tómat, framreitt með sætri kartöflumús á kartöfluköku, tómat­kryddaðri lambasósu og grænmeti.

Eftir­réttur
Ís-tvenna, ástríðu- og lakkrís­bragð, jarðaber, rjómi og jarða­berjasósa.

Gisting

Það er sönn ánægja að bjóða upp á sérstakt gistitilboð á Fosshótel Reykjavík í tilefni af systra­kvöldinu. Hótelið er í göngufæri frá R.húsinu og því tilvalið að spara sér leigu­bílinn og gera enn betur við sig og sína.

Gisting í tveggja manna herbergi með morgun­verði
16.900 pr. herbergi

Tilboð þetta gildir einungis fyrir eftir­farandi dagsetn­ingar:
Laugar­daginn 1. febrúar — Systra­kvöld Eddu & Lilju
Laugar­daginn 8. febrúar — Systra­kvöld Gimli & Glitnis
Laugar­daginn 15. febrúar — Systra­kvöld Mímis & Fjölnis

Undir hótelinu er einnig bílakjallari sem má nýta sér og halda bílnum heitum á meðan. Gjaldið þar er 80 kr. per klst.

Tekið er við herbergja­bókunum á netfanginu res.reykjavik@fosshotel.is. Vinsam­legast takið fram í tölvu­póstinum hvaða kvöld er verið að panta fyrir og að þetta sé tilboð í tengslum við systra­kvöld.

Aðrar fréttir

Um vonina
Að leggja við hlustir
Falleg saga
Af ferðalögum

Innskráning

Hver er mín R.kt.?