Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Systra­kvöld St. Njarðar 2020

15. febrúar

Það fer að líða að hinu árlega og glæsilega systra­kvöldi St. Jóh. Njarðar, en það verður haldið þann 15. febrúar í ár.

Glæsi­legur matseðill, vönduð skemmti­atriði og sérhönnuð systragjöf ætti að freista brr. að bjóða systrum á þetta skemmtilega kvöld.
Miðasala fer fram hér á vefnum og má opna skrán­inguna með því að smella hér.

Miðaverð er 12.000 án borðvíns.

Athugið að til þess að nýta sér rafrænar skrán­ingar er nú nauðsynlegt að vera innskráður á vefinn. Þeir brr. sem eiga í vandræðum með innskráningu geta leitað til R. eða Sm. sinnar St. til að fá aðstoð.

Systur mæti í síðkjólum og brr. í kjólfötum með hvítt vesti.

Matseðill og dagskrá

Húsið opnar 17:15 og hátíð­ar­dagskrá hefst stund­víslega 18:00.

Forréttur
Andar­salat, anda confit, appelsína, granatepli, julienne & krydd­jurtir.

Aðalréttur
Pipar­kryddað kálfa ribeye með teriyaki gljáa, gljáðum perlulauk, hasselback & grasker.

Eftir­réttur
Pinocchio. Jarða­berja súkkulaði & vanilluís með ferskum berjum & Grand Marnier.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?