Systra­kvöld Njálu 2017

Laugar­daginn 4. nóvember

Systra­kvöld Njáli verður haldið 4. nóvember og hefst hátíðin með stund í hátíð­arsal Njálu, stund­víslega kl. 18.00.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson verður aðalgestur kvöldsins og að loknu borðhaldi leikur dúett Þórunn og Halli fyrir dansi.

Skorað er á bræðurna að fjölmenna með systurnar á þetta glæsi-galakvöld stúkunnar og með því gera Systra­kvöldið okkar að þeim viðburði sem því sæmir.

Skráning á systra­kvöldið fer fram hér á vefnum.
Hægt er að opna skráningu með því að smella hér.

Bræður sem koma langt að geta fengið gistingu á Hótel Ísafirði (eins manns herbergi með morgunmat 13.500kr, tveggja manna herbergi með morgunmat fyrir – 16.500kr). Bræður hafi beint samband við hótelið vegna þessa. Lögð er áhersla á að dagskráin í stúku­salnum hefjist stund­víslega kl 18:00. Bræður og systur eru því beðin um að vera komin í húsið eigi síðar en kl 17:45.

Bræður, munið hvítu vestin.

Hátíð­armat­seðill

Forréttur
Sjávar­rétt­asúpa með bláskel og rækjum

Aðalréttur
Grillað lambafille með rauðvínssósu, gljáðar gulrætur, rösti kartöflur og grillaðri selleryrót

Eftir­réttur
Súkkulaðikaka með rjóma og blönduðum berjum

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?