Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Systra­kvöld Hamars

16. febrúar 2019

Systra­kvöld Hamars verður haldið í stúku­húsinu að Ljósatröð 2 í Hafnar­firði, laugar­daginn 16. febrúar og hefst í stúku­salnum kl. 18.00 stund­víslega. Eins og ávallt verður þetta eitt flottasta gala-kvöld í Hafnar­firði í góðra vina hópi.

Vönduð og frábær skemmti­atriði.
Falleg sérhönnuð systragjöf.
Hljóm­sveitin Stjórnin með Grétari Örvarssyni og Sigríði Beinteins­dóttur leikur fyrir dansi.

Glæsi­legur matseðill frá meist­ara­kokkum Lauga-áss

Forréttur
Ilmkryddaður sesam-teriyakilax, tómat­basil-kóngarækjur, fennel, appelsína, kavíar og dill.
Nýbakað brauð, krydd­jurtir og sjávarsalt.

Aðalréttur
Nautalund Wellington, Pinot Noirsósa, aspas, gulrætur orange og Pomme Anna.

Eftir­réttur
Skyr, hafrar, bláber og vanilluís.

Í boði er að kaupa borðvín með mat og að auki verður opinn bar um kvöldið.

Boðið er upp á tvenns­konar rauðvín. Frá Ítalíu Folonari Nero, fínlegt og ljúft vín, með dökkum berjum og ávextum og kryddi. Gott eftir­bragð.
Verð kr. 3.500

Gran Coronas Familia Torres, bragð­mikið og flauels­mjúkt. Margverð­launað vín sem fellur vel að nautalund Wellington.
Verð kr. 5.000

Miðasala

Miðaverð er kr. 12.000 á mann

 

Miðasala stenfur yfir á vef Reglunnar til 13. febrúar og hjá SM Hamars sem veitir einnig upplýs­ingar í síma 893 2113 eða magnus@tholl.is.
Einnig má koma í Bragakaffi laugar­daginn 9. febrúar og ganga frá skráningu.

Systur mæti í síðkjólum en bræður í kjólfötum og hvítu vesti.

Lokað hefur verið fyrir skráningu.

Við hvetjum bræður sem eru að skrá sig á systra­kvöldið, að skrá sig fyrst inn á innri vefinn. Við það fyllir vefurinn sjálf­krafa út allar helstu upplýs­ingar um þann innskráða, sem bæði flýtir fyrir skráningu og minnkar líkur á villum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?