Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Systra­kvöld Eddu og Lilju – Myndir

Bræður og systur frábæra kvöld­stund saman

Laugar­daginn 1.2.2020 var haldið systra­kvöld stúknanna Eddu og Lilju.  Að venju var athöfn í hátíð­arsal Reglunnar sem var í umsjón Eddubræðra.  Stm. Eddu, br. Guðmundur Stein­grímsson, ávarpaði systurnar, bauð ‚ Stórmeistara Frímúr­ar­a­regl­unnar velkomin á sitt fyrsta systra­kvöld í nýju embætt og vakti athygli á því að þennan dag ætti stúkan Lilja afmæli.  Að auki flutti Est. Eddu, br. Gunnar Örn Hjart­arson, hátíðarávarp.  Flutt var falleg tónlist úr safni Reglunnar af Stj. Eddu, br. Smára Ólafssyni og br. Bjarni Atlason.

Að fenginni hressingu var gengið til hátíð­ar­borð­halds sem var í umsjón Lilju­bræðra og stýrt af Am Lilju, br. Eggert Claessen.  Flutt voru minn; fóstur­jarð­ar­innar af br. Rúnari Ívarssyni, systranna af br. Sigurði Júlíussyni og bræðranna af Sigrúnu Kjart­ans­dótttur og var góður rómur gerður að máli þeirra.  Einnig voru vönduð skemmti­atriði; Egill Ólafsson og Svanlaug Jóhanns­dóttir sungu tangólög,  Jón Gnarr fluttir uppistand og síðast en ekki síst fluttu brr. úr Eyjum, svokallað Múrband nokkur dægurlög.

Hátíð­ar­borð­haldinu lauk svo með happdrætti og að því loknu var settur upp dansleikur.  Það var góð mæting og áttu br. og systur frábæra kvöld­stund saman.

Aðrar fréttir

ZOOM fundur
Um vonina
Að leggja við hlustir
Falleg saga

Innskráning

Hver er mín R.kt.?