Laugardaginn 1.2.2020 var haldið systrakvöld stúknanna Eddu og Lilju. Að venju var athöfn í hátíðarsal Reglunnar sem var í umsjón Eddubræðra. Stm. Eddu, br. Guðmundur Steingrímsson, ávarpaði systurnar, bauð ‚ Stórmeistara Frímúrarareglunnar velkomin á sitt fyrsta systrakvöld í nýju embætt og vakti athygli á því að þennan dag ætti stúkan Lilja afmæli. Að auki flutti Est. Eddu, br. Gunnar Örn Hjartarson, hátíðarávarp. Flutt var falleg tónlist úr safni Reglunnar af Stj. Eddu, br. Smára Ólafssyni og br. Bjarni Atlason.
Að fenginni hressingu var gengið til hátíðarborðhalds sem var í umsjón Liljubræðra og stýrt af Am Lilju, br. Eggert Claessen. Flutt voru minn; fósturjarðarinnar af br. Rúnari Ívarssyni, systranna af br. Sigurði Júlíussyni og bræðranna af Sigrúnu Kjartansdótttur og var góður rómur gerður að máli þeirra. Einnig voru vönduð skemmtiatriði; Egill Ólafsson og Svanlaug Jóhannsdóttir sungu tangólög, Jón Gnarr fluttir uppistand og síðast en ekki síst fluttu brr. úr Eyjum, svokallað Múrband nokkur dægurlög.
Hátíðarborðhaldinu lauk svo með happdrætti og að því loknu var settur upp dansleikur. Það var góð mæting og áttu br. og systur frábæra kvöldstund saman.