Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Sumar­ferðir Eddubræðra

Venju samkvæmt verður dagskrá í sumar fyrir Eddubræður og systur.

Venju samkvæmt hittast Eddubræður og fjölskyldur þeirra á sumri komanda til að njóta útiveru og samveru. Að þessu sinni skipu­leggur Bræðra­nefnd Eddu fjóra viðburði en auk þeirra má gera ráð fyrir að bræður finni stað og stund fyrir fleiri samverur í nafni Eddu, t.d. kaffi­húsarölt.  Það verður þá auglýst sérstaklega á facebook síðu Eddubræðra.

25. maí – þriðju­dagur kl. 19:00.            Úlfarsfell

Að ævafornum sið er fyrsta útivist­arferð sumarsins gönguferð á Úlfarsfell í Mosfellsbæ. Mæting er við Leirtjörn.  Gengin verður þægileg leið alla leið upp á topp þessa 296 metra háa fells. Göngu­ferðin tekur um 1,5 – 2 klukku­stundir. Umsjón­ar­aðili er Hlynur Þór Hjaltason

18-20. júní – Útilega Eddubræðra – Stykk­is­hólmur

Útilegan verður í Stykk­is­hólmi.   Hægt er að leigja lítil hús við tjald­svæðið og eins er töluvert framboð af annarri gistingu í Stykk­is­hólmi, fyrir þá sem ekki vilja vera á tjald­svæðinu.   Stefnt er á að fara í siglingu á laugar­deginum og mögulega heimsækja frímúr­ara­húsið í Stykk­is­hólmi.   Töluvert er um afþreyingu á svæðinu,  veiði, kajakar, golf, göngur og fleira og fleira er í boði.

Sent verður út sérstakt erindi í tölvu­pósti og á facebook síðu Eddu um þessa ferð.  Umsjón­ar­aðili  er Gunnar Örn Hjart­arson

20. júlí – þriðju­dagur kl. 19:00. Laugar­nesið í fylgd Þuríðar Sigurð­ar­dóttur

Laugar­nesið er nattúruperla sem gaman er heimsækja. Þar er ein best varðveitta náttúruleg strand­lengja í Reykjavik og mikil saga.

Þuríður Sigurð­ar­dóttir, ein ástsælasta söngkona Íslands, er uppalin í Laugarnesi og hefur frá mörgu að segja og ætlar að deila sögum sínum og minningum með okkur Eddubræðrum og systrum þriðju­daginn 20. júlí n.k.

Mæting við Sigur­jónssafn kl 19

Gönguferð við allra hæfi

Umsjón­ar­aðili er Eiríkur Hreinn Helgason

17. ágúst- þriðju­dagur kl. 18:00.  Lyklafell á Mosfells­heiði.

Hittumst á bílaplaninu við Húsgagna­höllina og sameinumst í bíla.   Gangan á Lyklafell tekur c.a. 2-3 tíma með spjalli og mynda­tökum.   C.a. 100 metra hækkun og þægileg gönguleið fyrir flesta.  Br. Björn Matth­íasson mun segja okkur mátulega sannar sögur úr umhverfinu.

Umsjón­ar­aðili er Björn Matth­íasson.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?