24. maí – þriðjudagur kl. 19.00. Úlfarsfell
Að venju og samkvæmt hefðinni er fyrsta gönguferðin á Úlfarsfell í Mosfellsbæ.
Gengin verður þægileg leið á topp þessa 296 metra háa fells. Gönguferðin tekur um 1,5 – 2 klukkustundir. Gönguskór og fatnaður sem hæfir veðri. Hentar fyrir alla hrausta til að bæta gönguformið – bæði börn og fullorðnir. Mæting er á neðra bílastæðinu við veginn; okkar hefðbundna mætingastað nærri nýju íbúðablokkunum.
Bræður sem komast ekki í fjallgöngu, eru sérstaklega boðnir velkomnir, því að í þessa ferð mæta varkárir bræður á jeppabílum sem bjóða sæti upp á staðinn, þar sem boðið verður upp á hressingu. Þeir sem hafa áhuga á hafi fyrst samband við br. Sigmar Gíslason s. 820-1853.
Skipulag ferðarinnar hefur br. Haraldur Sigurðsson formaður bræðranefndar, s. 892-7946.
18. júní – laugardagur kl. 10.00 – Óvissuferð Eddubræðra og systra.
Brottför með rútu frá Regluheimilinu kl. 10.00. Engin þörf á útilegu- eða stórhríðarbúningi, bara skjólgóð föt. Heimkoma 18 -19 sama dag. Áætlað verð á mann er kr. 8000. Hádegisverður með lystauka innifalinn. Vanir menn sjá um veitingar.
Þann 8. júní kl. 12:00 verður opnað fyrir skráningu á heimasvæði Reglunnar frimur.is. Munið að sætaframboð er takmarkað og þessar ferðir fyllast fljótt.
Skipulag ferðar hefur br. Björn Matthíasson, s. 847-5682.
23. ágúst – þriðjudagur kl 17.30 – Lækjarbotnar; gönguferð fjölskyldunnar
Áætlaður tími í ferðina er frá 17.30 til 19.30
Leiðin að Lækjarbotnum er um veg að sumarhúsabyggð við „Tröllabörn“.
„Sumarhúsabyggð“ stendur á skilti við Suðurlandsveginn; þegar ekið er frá Reykjavík er beygt af Suðurlandsvegi til hægri – skömmu áður en komið er að Lögbergsbrekkunni. Hittumst 17:30 og dokum við „Tröllabörn“ sem er friðlýst náttúru vætti við Suðurlandsveg. Eftir smástopp þar verður haldið að skátaskálanum í Lækjarbotnum. Gert er ráð fyrir stuttri gönguferð þaðan undir leiðsögn. Á svæðinu eru fjölmargir sumarbústaðir og búið að rækta skóg umhverfis þá. Skógræktarfélag Kópavogs hefur ræktað skóg á svæðinu frá 1991 og þar er sérstakur reitur sem Rotary-menn hafa ræktað.
Selfjall sem er í S-A frá Lækjarbotnum er einnig skógræktarsvæði Skógræktarfélags Kópavogs. Við skátaskálann er góð grillaðstaða og gerum við ráð fyrir að bjóða á upp grillaðar pylsur og vatn eða gos eftir gönguferðina. Hentar líka fyrir þá sem komast ekki í gönguferðir.
Skipulag ferðar hefur br. Bragi Michaelsson, s. 898-2766.
12-14. ágúst – föstudagur til sunnudags – Edduútilegan 2022
Útileguferð Eddubræðra og fjölskyldna er að öllum líkindum að Laugalandi í Holtum.
Nánari lýsing/breyting kemur síðar í tölvupósti / Facebookhóp Eddubræðra.
Umsjónarmaður er br. Gunnar Örn Hjartarson, s. 897-4585.
Gleðilegt sumar.
Bræðranefnd Eddu