Sumarferð Eddu í Skálholt

Frábær sumarferð Eddubræðra og systra í Skálholt.

Sælir bræður

Þriðju­daginn 18. júní stóð bræðra­nefnd Eddu fyrir sumarferð í Skálholt.

Bróðir okkar Séra Kristján Vígslu­biskup í  Skálholti tók á móti okkur og fræddi okkur um sögu staðarins.

Það er óhætt að segja að þegar Séra Kristján talar þá leiðist engum og mikið er hlegið.

Eins og flestir vita er hann mikill og góður sögumaður.

Bræðra­nefndin vill þakka höfðing­legar móttökur hjá Br. Kristjáni og eins viljum við þakka fyrir góða mætingu bræðra og systra.

Næsta Sumarferð á vegum Bræðra­nefndar er á Þingvöll 23.júlí  kl 19:00  (Hist á planinu við Þjónustumið­stöðina  P1)

Þaðan verður gengið um Þingið og rifjuð upp saga og jarðfræði. Bræður og systur munu leiðsegja.

Hér er um að ræða létta göngu sem er á flestra færi og er áætlað að hún taki um 1,5 klst

Fh. Bræðra­nefndar Eddu

Steinn Jóhannsson VM

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?