Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Stórhátíð Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi

6. ágúst 2020

Stórhátíð Rregl­unnar er að jafnaði haldin árlega nálægt vorjafn­dægrum og var boðuð þann 19. mars 2020, fyrir starfsárið 2019–2020. En eins og öllum er kunnugt, þá hafði COVID-19 farald­urinn hafið innreið sína í íslenskt samfélag nokkru fyrr. Embætti Ríkis­lög­reglu­stjóra og Landlæknis, með sóttvarn­ar­lækni í framlínunni, tók á málinu með afgerandi en skynsömum hætti, sem aftur leiddi m.a. til þess að yfirstjórn R. ákvað að fella niður öll fundahöld í stúkum innan hennar, hvaða nafni sem þau nefndust, frá og með 11. mars 2020. Niður­staðan varð síðan sú að öllu starfi var frestað til haustsins.

Stórmeistari R. Kristján Þórðarson, ásamt Æðsta ráði Reglunnar, ákvað síðan að hefja starfið á nýju starfsári (2020-2021) með Sth. þann 6. ágúst. Skráning á fundinn hófst í byrjun júlí og þátttak­endur takmarkaðir við 200. Mjög stuttan tíma tók að fylla þann kvóta. En þá hafði vágest­urinn COVID-19, lifnað við aftur og takmarkanir á samskiptum fólks auknar á ný. Fjöldi á hópsam­komum takmarkaður við 100 og fjarlægð milli einstak­linga bundin við svo kallaða tveggja metra reglu. Enn sér ekki fyrir endan á þessum faraldri. Þetta er fordæmalaus staða í samfé­laginu öllu, en það skiptir öllu máli að við förum að tilmælum yfirvalda.

Innskráðir bræður geta skoðað mynda­albúm frá kvöldinu.

Það var því krefjandi en því miður óskemmtilegt verkefni sem taka þurfti á til að gera fundinn mögulegan, það er að segja, fækka þurfti skráðum þátttak­endum niður í 100. Nokkur fjöldi bræðra aftur­kallaði þó skráningu sína vegna smithætt­unnar sem auðvitað er umtalsverð við slíka fjölda­samkomu. Yfirstjórn Reglunnar hefur líka sent bræðrunum skýr skilaboð um að þeir eigi ekki að sækja fundi, m.a. ef þeir tilheyra áhættu­hópum eða tengjast náið einstaklinum sem eru í slíkum hópum. Þau tilmæli og önnur hafa verið kynnt ítrekað á heima­síðunni.

Fundurinn tókst með ágætum. Allir bræður virtu sóttvarn­ar­kröfur til hins ítrasta. Bræður báru andlits­maska á fundinum, þar sem m.a. var bannað að syngja, eða snertast og við borðhald voru tveggja metra fjarlægð­armörk virt. Mikið hefur verið lagt á hóp Siðameist­aranna, en þeir leystu verkefnið af alúð og nákvæmni. Reglu­heimilið er stórt en þó ekki stærra en það að veislu­salir sem venjulega rúma liðlega 400 manns, rétt ná því að rúma 100 bræður með tilliti til fjarlægð­ar­kröf­unnar.  Þó þessi fundur hafi tekist vel þá á enn eftir að meta reynsluna af honum með tilliti til annarra funda og einnig munu ákvarðanir stjórn­valda hafa áhrif á framhald Reglu­starfa.

Eldhúsið var rifið niður í sumar og endubyggt að öllu leyti. Tækin þar eru öll ný eða mjög nýleg og nýjar innrétt­ingar. Kvöld­verð­urinn var fullkominn, sem er reyndar ekki nýmæli, en fjarlægð milli bræðra dróg vissulega aðeins úr hátíð­leikanum. Ekki var annað að sjá og heyra á þeim sem þátt tóku í fundinum og borða­haldinu, en að þeir hafi verið mjög ánægðir og sáttir með fundinn og borðhaldið, þegar þeir gengu glaðir út í haust­húmið.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?