Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Stólarnir tala saman — Netsamkoma St. Mælifells

21. júní 2020

Sunnu­daginn 21. júní 2020 kl 20:00 verður Mælifell með netsamkomu í tilefni að sólstöðum. Um er að ræða klukkutíma netsamkomu þar sem Solveig Lára Guðmunds­dóttir og Kristján Björnsson vígslu­biskupar munu halda erindi og tónlist verður svo spiluð á milli.
Ef bræður vilja taka þátt í þessum viðburði þurfa þeir að skrá sig hér á vef Frímúr­a­regl­unnar.
Fundurinn er yfirstaðinn.

Á viðburð­ardegi verður send á þá sem skrá sig e-mail síða með tengli sem bræður skrá sig inn með reglu­kennitölu og lykil­orðið og tengjast þannig netsam­komunni. Einnig verður hægt að koma á staðin séu bræður í grend við Skálholt eða Hóla í Hjaltadal á viðburð­ardegi en huga þarf að sóttvörnum og því mikilvægt að skrá sig svo hægt sé að virða þær reglur.

Nánari upplýs­ingar veitir Jón Þorsteinn Sigurðsson.

Dagskrá

19:00   Móttaka að Hólum og í Skálholti.
Skráning fer fram á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar á Ísland en Kirkj­unnar verða opnar frá kl 19:00 á samkomu degi.
Netsam­koman hefst studvíslega kl 20:00.

19:45  Tónlist hefst í Skálholti fyrir bræður og á netinu þar sem tónlistamenn leika valin lög fyrir bræður.
Tónlistamenn og konur Mælifells leggja sitt að mörkum og undirbúa fallega tónlist fyrir bræður úr stúku­starfinu sem flytja má opinberlega

20:00  Stólmeistari Mælifells setur samkomuna í Hóladóm­kirkju með inngangs­orðum
Ásgeir B. Einarsson setur samkomuna og býður alla velkomna.

20:05  Tónlist­ar­atriði á Hólum í Hjáltadal

20:10  Erindi – Séra Sólveig Lára Guðmuds­dóttir flytur erindi
Solveig Lára Guðmunds­dóttir biskup á Hólum flytur erindi frá Hólum í Hjaltadal til allra.

20:25  Tónlist­ar­atriði á Hólum í Hjaltadal

 20:30  Inngangsorð Mælifellsbr.
Jón Þorsteinn Sigurðsson Mælifells­bróðir tekur við boltanum í Skálholt og stýrir viðburðinum þar.

20:35  Tónlist í Skálholti 

20:15  Erindi – Séra Kristján Björnsson flytur erindi
Kristján Björnsson biskup í Skálholti flytur erindi frá Skálholti

20:30  Tónlist­ar­atriði í Skálholti

20:55  Ávarp stólmeistara St. Jóh. Mælifells

21:05  Dagskrá lok, kaffi og meðlæti eftir samkomuna á stöðunum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?