Stm. Fjölnis sextugur í dag

Í dag 12. apríl, er Stm. Fjölnis, Leópold Sveinsson sextugur. Og afmælið kemur upp á páskadegi. Vel við hæfi. Afmæl­is­barnið hafði á orði að þar sem hann gæti lítið gert til að fagna þessum tímamótum væri hann að spá í að halda bara aftur upp á 59 ára afmæli núna … og þetta að ári. 

Sumir hafa ráð undir rifi hverju.

Stúkan okkar hefur ávallt verið einstaklega heppin þegar valinn hefur verið einn úr okkar hópi til að gegna því vandasama verkefni sem embætti Stm. er hverju sinni. Og núverandi Stm. hefur svo sannarlega staðið undir merkjum.

Vegna þessara tímamóta í lífi Leópolds er lagt til að við bræðurnir í Fjölni sem aðstöðu höfum til, já, og reyndar allir bræður sem sjá þetta, lyfti glasi eða bolla kl. 17:00 á páskadag og sendi Stm. vorum hugheilar afmæliskveðjur. Við gerum það með kærleika, afmæliskveðjum og að Frímúr­arasið. Og staðfestum það með hefðbundnum hætti. Látum í okkur heyra hvar sem við erum þá stundina

Munið bræður mínir kl. 17:00.

Og þessar afmæliskveðjur eiga að sjálf­sögðu einnig við um þá bræður sem hafa átt afmæli frá því við hittumst síðast.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?