Starfsskrá fyrir starfsárið 2021–2022 nú aðgengileg

Starfsárið 2021–2022

Starfsskrá fyrir starfs­vet­urinn 2021–2022.

Starfsskrá starfs­ársins 2021–2022, er komin út. Starfið mun hefjast á Gþ. fundi í Lands­stúkunni þann 2. september 2021 og í kjölfarið hefst starfið í öðrum stúkum.

Starfs­skrána má nálgast hér á vef Reglunnar.

Því miður er ljóst að COVID-19 faraldrinum er hvergi lokið og því má allt eins búast við að settar verði takmarkanir og/eða sóttvarn­a­reglur af heilbrigð­is­yf­ir­völdum vegna stúkufunda, sem við munum að sjálf­sögðu fara eftir í einu og öllu.
Það er því mjög mikilvægt að bræður fylgist vel með tilkynn­ingum á heimasíðu Reglunnar þegar nær dregur, en Viðbragð­steymi eru áfram starfandi í öllum stúku­húsum innan Reglunnar, sem munu annast allt utanumhald um sóttvarn­ar­reglur.

Það er auðvitað einlæg von okkar allra og ásetn­ingur að starfið geti hafist sem fyrst með sem „eðlileg­ustum hætti“.
Við skulum því taka því sem að höndum ber með sömu jákvæðninni og einkenndi allt starf stúknanna á síðast­liðnu starfsári.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?