Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur, frá 25. mars Sjá nánar.

Staðreyndir um Covid

Undan því hefur verið kvartað að ýmis orð og heiti, sem nú ber fyrir í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn, væru notuð á mismunandi hátt og ekki endilega vel útskýrð. Bróðir okkar Jóhann Heiðar Jóhannsson hafði fregnir af þessum kvörtunum og fékk þá hugmynd að úr þessu mætti ef til vill bæta með stuttum skýringa­færslum þó hann gerði sér grein fyrir að margt er ekki hægt að útskýra í mjög stuttu máli. 

Stjórn­stofa óskaði eftir leyfi Jóhanns Heiðars að fá að birta þessar færslur á vef Reglunnar og var það leyfi góðfúslega veitt. Og rétt er að geta þess, að þessar færslur er einnig að finna á Facebook-síðu Jóhanns Heiðars.

Færsl­urnar á vefnum eru staðsettar á Covid-síðunni og hana er hægt að opna með því að smella á rauða borðann efst á forsíðu vefsins. Smella svo í framhaldi á myndina á miðri síðu. Einnig er hægt að smella hér til að fá beinan aðgang að færslunum.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?