St.Jóh.st Mímir heimsækir Norður-Írland

Provincial Grand Lodge of Londonderry and Donegal 3. og 4. október

St.Jóh.st Mímir skipu­leggur ferð bræðra til Norður Írlands dagana 3. og 4. október 2020. Stefnum við að að heimsækja Provincial Grand Lodge of Londonderry and Donegal og upplifa þar upptöku á I. stigi. Flogið verður beint frá Reykja­vík­ur­flug­velli að morgni 3. október og áætluð heimkoma eftir hádegi 4. október.

Gist verður á glæsilegu 4. stjörnu hóteli með morgunmat og boðið uppá skoðun­arferð um söguslóðir Londonderry. Að kvöldi 3. október fara brr. svo á fund og eftir hann verður bróður­máltíð.

Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi brr. kemst í þessa ferð og hafa Mímis­bræður forgang á skráningu til 15. mars. Eftir það verður öðrum bræðrum boðið að skrá sig í ferðina ef það verður ekki orðið fullt.

Verð og greiðslur

Verð á mann er 90.000 kr.
Innifalið í verði er flug, gisting með morgunmat, hádeg­is­matur, bróður­máltíð og rútur með leiðsögn.

Verð er miðað við tveggja manna herbergi (Twin rooms) sem verður yfirfarið sérstaklega þegar skráningu líkur. 

Greiðslu­dreifing:
Greiðsla 1: Kr 50.000 – greitt fyrir 15.mars 2020
Greiðsla 2: Kr 40.000 – greitt fyrir 1. ágúst 2020

Greiða skal inn á banka: 111-26-14515 Kt. 060156-2399.
Greiðslu­stað­festing skal send til sigurdur@fle.is

Með fyrirvara um breytingu á gengi dagss.15.02.2020
Með fyrirvara um að nægjanleg skráning náist fyrir 15.3.2020
Mímis­bræður hafa forgang hvað varðar skráningu til 15.3. Eftir það geta bræður úr öðrum stúkum skráð sig.

Ferða­áætlun

Laugar­dagur 3. október.

Kl. 07.15  ⎯  Mæting  á Reykja­vík­ur­flugvöll.

Kl. 08:05  ⎯  Brottför.

Kl. 10:30  ⎯  Áætluð lending á City of Derry airport.

Farið með rútu beint á hótel – Gisting á Best Western White Horse 4 stjörnu.

Innritun og hádeg­is­matur á hóteli.

Skoðun­arferð um söguslóðir Londonderry nánar síðar

Kl. 18:00  ⎯  Fundur á I. stigi með upptöku áætlaður nánari upplýs­ingar síðar.

Bróður­máltíð.

 

Sunnu­dagur 4. október.

Morgun­matur.

Kl. 9:30  ⎯  Brottför frá hóteli.

Kl. 11:15 ⎯  Áætluð brottför frá City of Derry airport.

Kl. 14:00  ⎯  Áætluð lending á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Smellið hér til að opna skráningu í ferðina.

Við skráningu þarf að gefa upp nafn bróður, reglu­kennitala, stig, netfang og nafn stúku, kennitölu, heimil­isfang og farsíma. Jafnframt vegabréfs­númer, útgáfudag og gildistíma dagssetningu.

 

Nánari upplýs­ingar veita:

Sigurður Arnþórsson – 894 8110

Haukur Óskarsson – 823 2280

Gunnar Böðvarsson – 899 2822

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?