Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

St.Jóh.st.Mímir – fundur á I°

Haustið heilsar

Mánudags­kvöldið 27.september komu tæplega 50 bræður saman til fundar í St.Jóh.st.Mími. Góður gestur heiðraði okkur með nærveru sinni ásamt R&K fyrrv.HSM.

Ljúfur fundur leið hratt og örugglega, hefðbundin fundar­störf fóru vel fram og m.a flutti v.ræðumeistari skemmtilegt erindi. Að fundi loknum neyttu bræður saman bræðra­mál­tíðar. Það verður enginn svikinn af sælgæti úr kistu hafsins og matreiðslu­meistari Reglunnar sannaði sig enn og aftur. Heilir og sælir héldu bræður svo heim á leið eftir notalega kvöld­stund.

Næsti fundur í St.Jóh.st.Mími verður mánudaginn 4.október á III°. Eru allir br.sem hafa stig til hvattir til þess að mæta.

Góðar stundir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?