St. Jóh. st. Iðunn – næstu fundir stúkunnar

Ágætu br. í St. Jóh. st. Iðunni,

Fjárhags­stúkufundur og þar með fyrsti fundur starfs­ársins 2021-2022 var haldinn í Stúku­heim­ilinu á Akureyri um nýliðna helgi, laugar­daginn 2. október 2021. Afar ánægjulegt var að sjá hversu margir bræður sáu sér fært að mæta og vera með á fundinum og var mál manna að hann hafi tekist afar vel.

Fundir stúkunnar þetta starfsár verða sem hér segir – að því gefnu að engar frekari Covid takmarkanir setji strik í reikn­inginn.

  1. 23.10.2021 – H & V í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.
  2. 04.12.2021 – Jólafundur í Stúku­heim­ilinu í Hafnar­firði.
  3. 29.01.2022 – Fundur í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.
  4. 05.03.2022 – Fundur í Stúku­heim­ilinu á Selfossi.
  5. 09.04.2022 – Lokafundur í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.

H & V í október verður auglýstur nánar og send út tilkynning, þegar nær dregur. Þess má þó geta að ákveðið hefur verið að bróður­mál­tíðin á þeim fundi verður í “föstu formi”, það er ekki súpa.

Kæru bræður, það var einkar gaman að sjá hversu vel til tókst með Akureyr­ar­ferðina, að koma starfinu af stað á nýjann leik og hitta bræðurna aftur.

Með tilhlökkun og eftir­væntingu vegna nýhafins starfsárs og það verður ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta ykkur alla á ný.

Með brl. kveðjum,

Ólafur Helgi Kjart­ansson,

Stólmeistari Iðunnar

Hreinn Vídalín, Ritari Iðunnar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?