Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 21. október 2021 Sjá nánar.

St. Jóh. st. Iðunn – Lokafundur stúkunnar laugar­daginn 8. maí 2021

Kæru bræður í St. Jóh. st. Iðunni.
Veturinn hefur verið okkur erfiður til fundar­halda vegna Covid-19 farald­ursins.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og vona að það verði okkur öllum gott.
Með reglugerð nr. 427/2021 sem breytir reglugerð nr. 404/2021 hefur lífsskoð­un­ar­fé­lögum verið heimilt að koma saman allt að 100 manns í einu með ákveðnum skilyrðum, sem hér má sjá:
  1. Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
  2. Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.
  3. Allir gestir noti andlits­grímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru.
  4. Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.
  5. Áfeng­isveit­ingar séu ekki heimilar.
  6. Skipu­leggj­endum viðburða er skylt að tryggja þegar gestir eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 20 manns og virt sé 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun milli ótengdra aðila.
  7. Þrátt fyrir að heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum.
  8. Sala eða boð um veitingar er ekki heimil í hléi.
Það er ljóst að hámark bræðra á fundi verður miða við 100 bræður.
Stólmeistari hefur leitað leyfis Stúkuráðs til að halda lokafund og Stúkuráð veitt það leyfi.
Hér með er boðað til lokafundar St. Jóh. st. Iðunnar, laugar­daginn 8. maí næstkomandi í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún og eins og venja er hefst fundurinn stund­víslega klukkan 12:00.
Það er æskilegt að bræður mæti tímanlega.
Miðað við þann fjölda sem hefur verið á fundum Iðunnar, sýnist ekki þörf á því að bræður skrái sig á fundi. En ljóst er að allir skrái sig fyrir fundinn í samræmi við reglur sem að framan greinir.
Það er sérstakt fagnað­arefni að við megum halda fundinn í samræmi við sóttvarn­a­reglur.
Fundurinn varður með hefðbundnu sniði lokafundar og bróður­máltíð í framhaldinu, þar sem gætt verður að sóttvarn­a­reglum.
Enn og aftur eru bræður boðnir til fundarins og það er tilhlökkun að fá loks að hitta ykkur eftir langan tíma.
Með brl. kveðjum, 
Ólafur Helgi Kjart­ansson, Stólmeistari Iðunnar
Hreinn Vídalín, Ritari Iðunnar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?