Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

St. Jóh. st. Iðunn – Jólafundur

Þann 4. desember næstkomandi

Kæru bræður í St. Jóh. st. Iðunni og brr. úr öðrum stúkum.

Jólafundur stúkunnar verður haldin í Stúku­húsinu í Hafnar­firði, laugar­daginn hinn 4. desember næstkomandi kl 12:00 á 1° stigi.

Allir bræður eru velkomnir á Jólafundinn og mikið verður lagt upp úr dagskrá fundarins. Séra Hjálmar Jónsson mun flytja erindi sem byggir á boðskap jólanna og br. okkar Ólafur Örn Ingibersson mun flytja okkur jólaguð­spjallið.

Líkt og venjulega á fundum stúkunnar verður áhersla á tónlistar­flutning á fundinum og mun br. Ragnar Árni Sigurð­arson syngja fyrir okkur. Söngstjóri okkar, br. Helgi Bragason, mun sjá um vandaða tónlist á fundinum líkt og venja hans er. 

Bróður­mál­tíðin verður hefðbundin, jólagrautur með rjóma og jólaöl verður borið fram. Heppinn bróðir mun fá möndlugjöf.

Samkvæmt núgildandi sóttvarn­ar­reglum verða bræður að skrá sig á fundinn og fer skrán­ingin fram á vef Reglunnar.

Ákveðið hefur verið að gefa fleiri en fimmtíu bræðrum kost á því að koma á fundinn. Þess vegna er nauðsynlegt að allir bræður framvísi hraðprófi, sem ekki má vera eldra en 48 klukku­stunda gamalt.

Auðvelt er taka hraðpróf og nokkrir kostir í boði, til dæmis þessir:

hradprof.covid.is

hradprof.is

testcovid.is    

Stm. væntir þess að sem flestir brr. stúkunnar og brr. úr öðrum stúkum sjái sér fært að mæta.

Verið allir velkomnir til fundar og þessarar stundar að njóta aðvent­unnar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?