Sóttvarn­a­reglur frá og með 10. nóvember 2021

Viðbragð­steymi R. ásamt SMR kom saman í dag, 10. nóvember 2021, til að fara yfir sóttvarn­ar­reglur á viðburðum í stúku­húsum Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Eins og áður er það yfirlýst stefna teymisins að fara að sóttvarn­a­reglum Heilbrigð­is­ráðu­neyt­isins hið minnsta. Á undan­förnum vikum hafa reglur, settar af teyminu, verið óbreyttar og svo verður áfram samkvæmt þeirri reglugerð tók gildi í dag og á að gilda til 8. desember næstkomandi. 

Til að árétta ákveðna þætti í núgildandi reglum á samkomum í húsnæði R. skal ítrekað:

 1. Skilyrð­islaus krafa er um grímu­notkun við komu í hús, á leið á fund og á stúkufundum og að veislusal. 
 2. Bræður skulu ganga rakleitt að sætum sínum í fundarsal og forðast hópamyndun. Ekkert innkall er á fundum. 
 3. Að lokinni bróður­máltíð ber bræðrum að forðast hópamyndun, vera með andlits­grímu og yfirgefa húsakynni sem skjótast.
 4. Krafa er um að lágmarks­fjarlægð milli bræðra sé 1 metri við bróður­máltíð.
 5. Fjölda­söngur er ekki heimill, en einsöngur er heimill
 6. Ef fundarmenn þurfa að snertast eða snerta sömu hluti, þá verða þeir að íklæðast einnota hönskum og sótthreinsa reglulega.
 7. Inntökur og stigveit­ingar eru heimilar gegn notkun andlits­maska (þar sem ekki er unnt að ná 1 metra fjarlægð hið minnsta), einnota hanska og sótthreinsun snerti­flata. 
 8. Allir bræður bera ábyrgð á að gæta sóttvarna gagnvart öðrum, jafnt og sjálfum sér. Sýna ber sérstaka varúð og tillitssemi. 
 9. Bræður í „áhættu­hópum“ fari sérstaklega varlega.
 10. Bræður, nýkomnir frá útlöndum verða að hafa fengið neikvæða niður­stöðu úr sýnatöku, áður en þeir sækja fundi.
 11. Bræður eru hvattir til að mæta ekki á fundi finni þeir til einhverra sjúkdóms einkenna, s.s. kvefs, beinverkja eða álíka. 
 12. Sérstakar reglur hafa verið gefnar út vegna H&V- og H&B funda.

Reglur þessar verða endur­skoðaðar strax og yfirvöld gera breyt­ingar á sóttvarn­a­reglum sem hafa munu áhrif á útfærslu þeirra á samkomum í húsnæði Reglunnar. Allar breyt­ingar eru birtar á heimasíðu R.

Að öðru leyti er vísað til fyrri tilkynninga um sóttvarnir á heimasíðu R. Ef spurn­ingar vakna skal þeim beint til Stjórn­stofu.

Viðbragð­steymi R.

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?