Viðbragðsteymi R. ásamt SMR kom saman í dag, 10. nóvember 2021, til að fara yfir sóttvarnarreglur á viðburðum í stúkuhúsum Frímúrarareglunnar á Íslandi. Eins og áður er það yfirlýst stefna teymisins að fara að sóttvarnareglum Heilbrigðisráðuneytisins hið minnsta. Á undanförnum vikum hafa reglur, settar af teyminu, verið óbreyttar og svo verður áfram samkvæmt þeirri reglugerð tók gildi í dag og á að gilda til 8. desember næstkomandi.
Til að árétta ákveðna þætti í núgildandi reglum á samkomum í húsnæði R. skal ítrekað:
- Skilyrðislaus krafa er um grímunotkun við komu í hús, á leið á fund og á stúkufundum og að veislusal.
- Bræður skulu ganga rakleitt að sætum sínum í fundarsal og forðast hópamyndun. Ekkert innkall er á fundum.
- Að lokinni bróðurmáltíð ber bræðrum að forðast hópamyndun, vera með andlitsgrímu og yfirgefa húsakynni sem skjótast.
- Krafa er um að lágmarksfjarlægð milli bræðra sé 1 metri við bróðurmáltíð.
- Fjöldasöngur er ekki heimill, en einsöngur er heimill
- Ef fundarmenn þurfa að snertast eða snerta sömu hluti, þá verða þeir að íklæðast einnota hönskum og sótthreinsa reglulega.
- Inntökur og stigveitingar eru heimilar gegn notkun andlitsmaska (þar sem ekki er unnt að ná 1 metra fjarlægð hið minnsta), einnota hanska og sótthreinsun snertiflata.
- Allir bræður bera ábyrgð á að gæta sóttvarna gagnvart öðrum, jafnt og sjálfum sér. Sýna ber sérstaka varúð og tillitssemi.
- Bræður í „áhættuhópum“ fari sérstaklega varlega.
- Bræður, nýkomnir frá útlöndum verða að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku, áður en þeir sækja fundi.
- Bræður eru hvattir til að mæta ekki á fundi finni þeir til einhverra sjúkdóms einkenna, s.s. kvefs, beinverkja eða álíka.
- Sérstakar reglur hafa verið gefnar út vegna H&V- og H&B funda.
Reglur þessar verða endurskoðaðar strax og yfirvöld gera breytingar á sóttvarnareglum sem hafa munu áhrif á útfærslu þeirra á samkomum í húsnæði Reglunnar. Allar breytingar eru birtar á heimasíðu R.
Að öðru leyti er vísað til fyrri tilkynninga um sóttvarnir á heimasíðu R. Ef spurningar vakna skal þeim beint til Stjórnstofu.
Viðbragðsteymi R.