Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Snorri Sturluson

Sagna­meist­arinn mikli

Br. Stefán Einar Stefánsson ræðir við sr. Geir Waage í Snorra­stofu í Reykholti.

Nú á 10 ára afmæli  stúkunnar okkar Snorra var meiningin að vera með veglegan afmæl­isfund og erindi um aðdraganda stofnunar stúkunnar og sögu hennar til þessa dags. Vegna aðstæðna í heiminum, sem eru okkur öllum kunnar, hefur þetta ekki gengið eftir.

Þess í stað lögðum við í vinnu við að grafast fyrir um það hver Snorri Sturluson var, Íslend­ingur sem á 12. og 13. öld lagði svo mikið á sig og sína til að skrá niður sögu okkar og annarra þjóða. Úr þeirri vinnu urðu til fimm hlaðvarps­þættir þar sem br. Stefán Einar Stefánsson ræðir við sr. Geir Waage fyrrum sóknar­prest í Reykholti um sögu og arfleifð Snorra Sturlu­sonar. 

Allir þættirnir eru nú aðgengi­legir á vef stúkunnar. 

Það er ósk okkar að þetta efni verði ykkur til ánægju og fróðleiks.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?