Skráning á Reglu­hátíð 2019 er hafin

Stendur til miðnættis 2. janúar 2019

Reglu­hátíð Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi verður haldin með hátíð­ar­fundi og veislu­stúku á I°, laugar­daginn 12. janúar 2019. Fundurinn hefst kl: 15:00 í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.

Í ár verða seldir 400 miðar á Reglu­há­tíðina.

Skráning fer fram hér á vef Reglunnar, frá 4. desember 2018 til miðnættis 2. janúar 2019. Eru bræður hvattir til að nýta sér þann kost. Rétt er að geta þess að bræður sem byrja á því að skrá sig á innra vefinn og smella í framhaldi á tengilinn til að skrá sig á Reglu­há­tíðina, þurfa ekki að fylla út upplýs­ingar um sig handvirkt. Það er gert sjálf­krafa. Hins vegar verða bræður að velja sér drykk með matnum.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á Reglu­hátíð 2019, þar sem fleiri miðar eru því miður ekki í boði.

Líkt og undan­farin ár er vænst mikillar þátttöku og verður því miður ekki unnt að ganga frá greiðslu fyrir málsverð eftir tilgreinda skrán­ing­ardaga né heldur á sjálfan fundar­daginn.

Allir bræður, sem tök hafa á, eru hvattir til að mæta.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?