Skilaboð frá Viðbragð­steymi R.

20. mars 2022

Sælir brr.mm.

Í upphafi COVID-19 farald­ursins árið 2020, setti SMR saman hóp þriggja manna sem falið var það hlutverk að skoða fundi á öllum stigum R. með það að markmiði að sjá hvort og þá hvernig væri unnt að halda fundi innan R. með þeim takmörkunum sem farald­urinn setti okkur.

Í kjölfar skilagreinar þessa vinnuhóps til SMR, skipaði SMR: HSM, St.Sm. og St.R. í “Viðbragð­steymi R.” (V.R.). Var hópnum falið það hlutverk að setja reglur í samráði við SMR, um sóttvarnir í öllu starfi innan R. Skipuð voru Viðbragð­steymi í öllum stúku­húsum til að halda utan um staðbundna útfærslu á tilmælum um sóttvarn­ar­reglur. Þessar takmarkir skyldu byggja á reglum sem heilbrigðis- og sóttvarna­yf­irvöld settu hverju sinni vegna farald­ursins. Viðbragð­steymi R. hefur leitast við að setja útfærðar reglur um leið og yfirvöld hafa breytt reglu­gerðum og upplýst Stmm., Smm. og Viðbragð­steymi stúku­húsanna með rafpóstum og aðra brr. innan R. um stöðu mála hverju sinni með birtingu á heimasíðu R. Vefnefnd hefur búið svo um hnútana á heima­síðunni að ekki á nokkur brr. sem þangað leitar að komast hjá því að sjá hvaða reglur eru í gildi.

Nú er staðan þannig að yfirvöld hafa afnumið allar sóttvarna­tak­markanir. SMR og Viðbragð­steymi R. hafa hins vegar ekki afnumið að fullu og öllu leyti þær takmarkanir sem settar hafa verið innan R. Það er m.a. gert vegna þess að nánd brr. á fundum er mikil og stór hópur brr. er með undir­liggjandi aldur­stengda sjúkdóma. Viðbragð­steymið telur það mikilvægt að samskipti brr. tryggi sem best má, að sem minnst hætta fylgi störfum þeirra. Að allir bræður sýni ábyrgð og að við drögum úr smithættu án þess að það þurfi að koma í veg fyrir samkomur okkar.

Þannig hefur Viðbragð­steymi R. ekki enn heimilað:

  • fjöldasöng á fundum (dropa smit),
  • sameig­in­legar sósuskálar, salt / pipar stauka við br. máltíðir (snerti-smit),
  • opna bari á H&V fundum (hópasöfnun)
  • og fleira

Brr. mínir!

Viðbrag­steymi R. vill því gera ykkur bræðrunum grein fyrir stöðunni og rökunum fyrir þeim takmörkunum sem settar hafa verið og hér er bent á. Vinsam­legast hugleiðið þá mikilvægu staðreynd að verið er horfa til þess að starfið geti farið fram með sem minnstum takmörkunum. Taka verður tillit þeirra brr. sem kunna að hafa bælt ónæmis­kerfi og/eða undir­liggjandi sjúkdóma, en ekki síður til þeirra sem kunna að vera þegar smitaðir og taka þátt í starfinu óafvitandi um eigin sýkingu. Það er ekki vilji neins okkar að valda sýkingu né að smitast af þessari óværu. Höfum ennfremur í huga að enn er fjöldi einstak­linga að smitast allt í kringum okkur og fólk er að láta lífið út af þessum faraldri.

R. hefur hingað til komist afar vel frá þessu COVID ástandi og við skulum í sameiningu “Þreyja Þorrann” fram á haustið og að nýju starfsári R. Vonandi getum við byrjað næsta starfsár án allra takmarkana og af fullum þrótti.

Með brl. þökk fyrir einstakt samstarf við ykkur á þessum erfiðu tímum.
Viðbrag­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?